23.6.04

Páll Heimisson

Held þetta verði svona þema...búin að tala um Catiu og nú tek ég Pál fyrir. Tilfinningar mínar til hans einmitt núna eru aðeins blendnari.

20.6.04

Catia

Hún er nú alveg yndisleg stúlka hún Catia Andrea. Eruð þið ekki sammála?

18.6.04

Cambios

Estoy empezando a tener miedo. Mi gusto ha cambiado drasticamente en menos de un año. ¿Alguien me puede ayudar, por favor?

Hæ, hó og jibbíjei og jibbbíííííí jeeeii

..það er kominn sautjándi júní. Engu að síður virtust fáir í hátíðarskapi miðað við fjöldann (fámennið) í miðbænum. Kannski er ég bara orðin gömul og vitlaus en ég man nú varla eftir því að hafa gengið um bæinn á þjóðhátíðardegi og þótt fátt manna á staðnum. Miðað við það að ekki var rigning er ég undrandi. Ætli fólk hafi fremur haldið sig heima og horft á Sex and the City? Annars átti ég bærilegan 16. júní. Nordjobb og Snorraverkefnið héldu saman íslenska veislu og þökk sé Osta- og smjörsölunni, Mjólkursamsölunni og Ölgerðinni gátum við boðið upp á glæsilegar veitingar. Vestur-Íslendingarnir komu líka með sælgæti með sér og líklega hafa allir getað borðað fylli sína af góðgætinu sem þau renndu svo niður með öli. Nokkrir tóku sig til og skemmmtu með söng og hljóðfæraslætti og svo hlustaði fólk á tónlist, spjallaði og drakk og hélt svo í miðbæinn á staðarölt. Ég varð eftir ásamt Ösp, Ingu og Silju sem hjálpuðu við frágang og við héldum svo í bæinn (reyndar án Aspar) og settum met í fjölda heimsóttra staða. Þar eð Silja er á leið úr landi vildi hún heimsækja marga bari og diskótek og fékk stúlkan ósk sína uppfyllta. Þessar heimsóknir breyttu skoðun minni á miðbænum. Nellýs er ekki lengur ógeðslegasti staður bæjarins í mínum huga, nú hefur De palace tekið við. OJJJJJ! Viðbjóðslegur staður. Kvöldið endaði svo með því að ég fann litlu systur og beið eftir henni dágóða stund og við fórum svo heim. Í dag þjáist ég af óútskýranlegum bakverki....:(

15.6.04

sur sur sur

Ég er ansi hrædd um að eitthvað þurfi að gerast í lífi mínu. Ein ástæða þess er líklega sú að ég geri ekki annað en að vinna, borða, sofa og glápa á video (nánar tiltekið Sex and the City þætti, margar hverja í þriðja sinn). Önnur er sú að ég er farin að eiga ömurlega daga, daga sem ég er fúl og mig langar helst að öskra að fólki. Ég læt þetta vitanlega bitna á vesalings systur minni og stundum íhuga ég að vera reið út í þjóðir. Held samt að það sé ekki lausnin. Ætla að prófa annan möguleika...stuttan blund í lyfturúminu mínu. Sjáum hvort það dugar ekki...

14.6.04

Sumarstarf -tímabundið-

Heimili í Austurbæ leitar að hraustum einstaklingi til að taka að sér þrif. Um er að ræða tímabundið verkefni en boðið er upp á nokkuð frjálsan vinnutíma. Æskilegt er að viðkomandi sé í góðu líkamlegu ásigkomulagi og ekki viðkvæmur fyrir slæmri lykt. Nausðynlegt er að starfinu sé lokið fyrir sunnudag 20. júní næstkomandi. Nánari upplýsingar gefa Alma og Sigríður í S. 5534059.

1.6.04

Úff hvað það var gott að fá sér að borða. Ég var orðin hræðilega svöng og þessi leikfimitími sem ég fór í jók bara á matarlystina. Annars verð ég að segja að konan sem reyndi að púla mér áfram í dag er með þeim fyndnari sem orðið hefur á vegi mínum. Fyrir utan það að öskra „bikini, bikini, stelpur!”, þreyttum leikfimiselum til hvatningar þá spyr hún hvort við höfum borðað of mikið um helgina og minnir á Megaviku Domino´s. Hún sagði okkur líka frá því að hefði hún verið fimmtán árum yngri hefði hún framið mannrán þegar pizzasendillinn kom með flatbökuna til hennar, svo sætur hafi hann verið....ég sem hélt að Palli væri hættur að vinna..