29.6.06

kt. 160583-5179

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég varð glöð að hitta Lárus Þorvaldsson kt. 160583-5179, um helgina. Og kauði bara nýbúinn að eiga afmæli. Til hamingju Lárus! Megi þér vegna vel í sundlaugabyggingum í framtíðinni.

27.6.06

Letibloggarinn í stuttu máli


Letibloggarar eins og ég nenna ekki að skrifa samfelldan texta. Segi því frá því sem á daga mína hefur drifið í stuttu máli:

- Ég flutti á Tjarnargötuna og er núna með nýja nágranna á borð við Katrínu samstarfskonu og Hlíf og Auði, sem ég reyndar veit ekki alveg hvar eiga heima.
-Nordjobb gekk á Esjuna, ég fór kannski hálfa leið upp. Spurning hvort tími sé kominn á að koma sér í form? Hver vill hreyfa sig með mér?
- Ég tók að mér bráðskemmtilegt skúringarstarf. Hvað er betra en að vakna kl. 6:45 til að tæma rusl og skúra gólf? Ég get ekki beðið eftir því að hætta þarna.
- Framtíðaráformin réðust að einhverju leyti.
- Þessa dagana minä puhun suomea kotissa...eða hvernig sem maður segi það.
- Ég held ég bara hætti að skrifa, þetta er svo leiðinlegt....

12.6.06

Breytingar

Hjálparhendur óskast á mánudagskvöld 12. júní og jafnvel önnur kvöld í vikunni! Áhugasömum bent að hafa samband við höfund bloggsins.

9.6.06

Árshátíð nunnufélagsins

Hressar nunnur á Dubliners í fylgd Paddy O'Brian

Nunnufélag höfuðborgarsvæðisins auglýsir sumarferð félagsins, sem farin verður í júílímánuði. Er þetta stærsta og veigamesta ferðin, sem félagið hefur skipulagt, og er förinni að þessu sinni heitið til Dyflinar, höfuðborgar fyrirheitna landsins. Lagt verður af stað 18. júlí og dvalið í fimm daga. Nánari dagskrá verður auglýst síðar en þegar eru nokkrir dagskrárliðir ákveðnir þótt aðaltilgangur ferðarinnar sé vitanlega sá að njóta fegurðar írskra karlmanna. Paddy O'Brian, góðvinur stofnfélaga, hefur lofað að sýna okkur góða bari þar sem auðvelt er að finna myndarlega rauðhærða karlmenn. Áhugasömum er bent á að hafa samband gegnum netfangið egelskaraudhaerda@gmail.com.