29.11.07
Ískalda Islandia
Óscar vinur minn benti mér á athyglisverðan greinarstúf (bls. 14) íspænska dagblaðinu 20 minutos, þar sem fjallað er um að Ísland hafi lent í efsta sæti á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd sem best er að búa í. Ekki finnst mér svo sem sérlega merkilegt að landið hafi lent svona ofarlega. Hér eru jú vandamál eins og annars staðar, þótt lífið sé flestum léttara en víða. Það sem vekur athygli mína og blandnar nostalgíutilfinningar eru athugasemdirnar sem Spánverjarnir sendu til blaðsins og voru birtar þar. Ég læt nokkar fylgja og leyfi ykkur að segja skoðun ykkar á þessu:
Við erum pottþétt miklu glaðlyndari. - Otro que no se entera
Þegar það verður hægt að fá pintxos, paellu, jamón og ólífuolíu á Íslandi, þá velti ég því kannski fyrir mér. - Gilgamensh
Ég myndi ekki vilja skipta á pínulítilli íbúð við spænsku ströndina fyrir herragarð á Íslandi. -Asd
Þeir mega nú bara eiga sig með ísjakana sína og mörgæsirnar - Robe
Einhverra hluta vegna fær þetta mig til að hugsa um hin endalausu samtöl sem innihéldu línurnar ,,Frá Íslandi? Úúúú íííískalt?"
21.11.07
Til hamingju með daginn!
Hún er tveggja ára í dag, hún er tveggja ára í daaaaag.....
Ein af allra sætustu stelpunum í bænum er tveggja ára í dag, orðin hálffullorðin. Ég er ekki viss um að hún lesi bloggið mitt enn þá en ég óska henni engu að síður innilega til hamingju með daginn! Og þér líka með einkadótturina, Edda!
(Myndinni stal ég frá móður barnsins, sorrý!)
Ein af allra sætustu stelpunum í bænum er tveggja ára í dag, orðin hálffullorðin. Ég er ekki viss um að hún lesi bloggið mitt enn þá en ég óska henni engu að síður innilega til hamingju með daginn! Og þér líka með einkadótturina, Edda!
(Myndinni stal ég frá móður barnsins, sorrý!)
16.11.07
Missið ekki af þessari
Fyrir þau ykkar sem voru svo ólánsöm að missa af föstudagsmynd Ríkissjónvarpsins vil ég mæla með því að þið rjúkið á næstu videóleigu hið snarasta og náið ykkur í hana. Þetta er menning í hæsta gæðaflokki sem engin(n) ætti að miss af. High School Musical 2 er mynd sem allir ættu að sjá!
6.11.07
Hún á afmæli í dag
Fyrir nákvæmlega tuttugu árum fæddist pínulítil stúlka í Danmörku en hún er orðin nokkuð stór í dag eins og sést á myndinni, enda borðað talsvert mikið af brauði með hamborgarasósu og húðlausum pylsum gegnum tíðina. Elsa fékk þó flotta afmælisgjöf í dag sem þó gerir það að verkum að hún verður að gera sér að góðu að deila afmælisdeginum. Til hamingju Elsa, Óli og Sunna!