Settu nafnið þitt í kommentakerfið og…
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt…
18.12.07
4.12.07
Skítadjobb
Það gerist ekki sérlega margt spennandi í lífi mínu svo að ég hef ekki frá neinu stórfenglegu að segja en það var ægilega fyndið samtalið sem ég átti við ungan dreng sem afgreiddi mig fremur ólundarlega á kassa í Nóatúni síðdegis í dag eftir að ég gleymdi að biðja um poka en var búin að borga með korti:
Ég: Æi, ég gleymdi að segja að ég ætlaði að fá poka.
Ungi kassastrákurinn: Taktu hann bara.
Ég: (byrja að leita að klinki í veskinu mínu) Heyrðu, ég er hér með klink, ég borga bara fyrir pokann.
Ungi kassastrákurinn: Hvað heldurðu að það skipti máli? Ég yrði bara feginn ef þeir myndu reka mig héðan, þetta er svo svakalega mikið skítadjobb!
Ég tek fram að þetta var auðvitað miklu fyndnara real life og að ég þorði ekki öðru en að sleppa því að greiða fyrir plastpokann.
Ég: Æi, ég gleymdi að segja að ég ætlaði að fá poka.
Ungi kassastrákurinn: Taktu hann bara.
Ég: (byrja að leita að klinki í veskinu mínu) Heyrðu, ég er hér með klink, ég borga bara fyrir pokann.
Ungi kassastrákurinn: Hvað heldurðu að það skipti máli? Ég yrði bara feginn ef þeir myndu reka mig héðan, þetta er svo svakalega mikið skítadjobb!
Ég tek fram að þetta var auðvitað miklu fyndnara real life og að ég þorði ekki öðru en að sleppa því að greiða fyrir plastpokann.
1.12.07
24 ára í dag!
Sigga litla systir mín á afmæli í dag. Það er ekki lítið erfitt að velja afmælisgjöf handa stúlku eins og henni. Sigga er nefnilega með ákveðinn smekk á fötum og gengur ekki í hverju sem er. Sem betur fer hjálpaði sú stutta mér örlítið við valið á gjöfinni. Hún tók myndir af sér í fötum sem hún fílaði. Núna er vandamálið bara að velja hverja af úlpunum ég gef henni. Þær eru allar svo flottar:
Til hamingju með daginn Sigga!
Til hamingju með daginn Sigga!