Eitt af kvöldunum borðuðum við á spænskum tapasstað sem var svo dásamlega góður að í kvöld ætlum við að reyna að endurupplifa stemmninguna með því að elda og borða spænska smárétti. Nammi nammi. Annað kvöld borðuðum við á asísku hlaðborði og komum út full af mat en líklega enn fylltari af matarlykt, blöndu af sojasósu og djúpsteikingarfeiti. Síðusta daginn minn héldum við til höfuðborgarinnar þar sem Eva og Jónas gistu á hóteli eina nótt en ég hélt heim um kvöldið. Af þvi hóteli er að að segja að það hafði verið pantað vegna þess hversu frábærar neðanjarðarlestarsamgöngur voru þar í kring. Illu heilli var stöðin þar rétt hjá lokuð að hluta og sá hluti hennar sem var opinn var ekki í notkun vegna bilunar á línunni sem þar gengur um. Því má segja að Jónas og Eva hafi gist á hóteli sem var ekkert sérstaklega vel staðsett hvað samgöngur varðar og ógeðslegt að nánast öllu leyti. Á gólfinu í Evu herbergi voru táneglur, síminn og fleiri hlutir sem Eva hefði getað nýtt sér. Baðherbergið hjá henni var enn minna en hjá Jónasi þar sem baðherbergið var þó MJÖG lítið. Jónas var svo heppinn að vera með illa lyktandi myglaðan ísskáp í sínu herbergi. Ég ætla ekki að ræða það hversu skítugt þetta var allt saman. Þarna sváfu þau samt í svakakulda í eina nótt en ég var fegin að fara heim.
29.3.08
Ruglingsleg frásögn af Englandsferð
Eitt af kvöldunum borðuðum við á spænskum tapasstað sem var svo dásamlega góður að í kvöld ætlum við að reyna að endurupplifa stemmninguna með því að elda og borða spænska smárétti. Nammi nammi. Annað kvöld borðuðum við á asísku hlaðborði og komum út full af mat en líklega enn fylltari af matarlykt, blöndu af sojasósu og djúpsteikingarfeiti. Síðusta daginn minn héldum við til höfuðborgarinnar þar sem Eva og Jónas gistu á hóteli eina nótt en ég hélt heim um kvöldið. Af þvi hóteli er að að segja að það hafði verið pantað vegna þess hversu frábærar neðanjarðarlestarsamgöngur voru þar í kring. Illu heilli var stöðin þar rétt hjá lokuð að hluta og sá hluti hennar sem var opinn var ekki í notkun vegna bilunar á línunni sem þar gengur um. Því má segja að Jónas og Eva hafi gist á hóteli sem var ekkert sérstaklega vel staðsett hvað samgöngur varðar og ógeðslegt að nánast öllu leyti. Á gólfinu í Evu herbergi voru táneglur, síminn og fleiri hlutir sem Eva hefði getað nýtt sér. Baðherbergið hjá henni var enn minna en hjá Jónasi þar sem baðherbergið var þó MJÖG lítið. Jónas var svo heppinn að vera með illa lyktandi myglaðan ísskáp í sínu herbergi. Ég ætla ekki að ræða það hversu skítugt þetta var allt saman. Þarna sváfu þau samt í svakakulda í eina nótt en ég var fegin að fara heim.