6.10.08
Berlín
Ég er í Berlín að njóta þess hvað gengið er hagstætt. Ég gleymdi að taka með mér sokkapör en vegna frétta af brjálæðinu heima er ég að spá í að spara mér að kaupa mér eitt eða tvö pör og þvo frekar það sem ég notaði á leiðinni hingað í vaskinum á hótelinu með handsápu. Annars er ég á rosalega fínu hóteli (sem greitt var áður en versta aldan reið yfir), það er m.a.s. í boði að baka sér vöfflu í morgunmat!!! Er hægt að biðja um það betra? Flugferðin gekk annars vel, Ramses virtist ekkert taka þessum þvælingi illa og mótmælti ekki einu sinni þegar hálfvitinn sem sat fyrir framan mig í flugvélinni hallaði sætinu sínu aftur þannig að ég hafði um það bil ekkert pláss. Annars var ég á fundi í dag og fer aftur á fund á morgun en þá yfirgefa samstarfsfélagar mínir frá hinum Norðurlöndunum mig. Ég þarf svo að bíða hér í Berlín fram á fimmtudagsmorgun en mun vonandi geta unnið frá hótelinu, sofið út og skoðað mig aðeins um. Og já, ég ætla að kaupa hvítt Twix! Jei.