26.3.03

Halló palló! Ég er í vondu skapi! Annars er allt í ástandi í universidadbyggingunni minni. Í fyrsta lagi eru raestitaeknar í verkfalli (í fyrsta sinn sem starfsfólk thessa universidad fer í verkfall, hversu sorglegt er thad og hvad segir thad um ástand vinnandi Spanjóla?) og allt er ógedslega skítugt. Ég hef ekki haett mér inn á salernin en ad kunnugra sogn eru thau í slaemu ástandi og ekki ollum faert ad fara inn. Thar af leidandi geri ég thad ekki í bili. En já, allt er skítugt en thad er ekki allt. Spánverjar hafa sídastlidna viku mótmaelt strídinu af kappi, já af kappi, kapp er reyndar varla nógu sterkt ord. Thad eru ENDALAUS mótmaeli, og af ýmsu tagi. Í universidadbyggingunni er til ad mynda búid ad hengja upp heilan helling af "pancartas", sem eru eins konar mótmaelaspjold OG rífa nidur pappír og dreifa um oll gólf. Thar af leidandi lídur manni eins og á gódum vetrardegi á Íslandi, labbandi í fimmtán sentimetrum af snjó. Hjálpar mikid til ad halda umhverfinu hreinu. Ekki nóg med thad, adaltískan hjá spaenskum universidadnemum er ad fara í "verkfall" til ad geta tekid thátt í mótmaelagongunum sem stoppa umferd. Og settar eru upp auglýsingar: "Komid í mótmaelagonguna, takid med ykkur uppáhaldsmúsíkina ykkar" og svo hanga thau drekkandi bjór og aepandi "No a la guerra". Thad er gott ad sjá hversu mikil sannfaeringin er hjá theim!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! p.s. Thad er mogulegt ad loka thurfi universidadbyggingunni á mánudaginn vegna óthrifnadar, thegar er búid ad loka lagadeild, sálfraedideild og einni annarri.