7.4.03

Gott kvold! Ég sit fyrir framan tolvuna vid ljúfa tóna herra Hasselgaard (Júr Nor 2003) milli thess sem ég hleyp í húsverkin. Nú er eins og von sé á Búbbu, verdur tekid til og thrifid í ollum hornum og undir thiljum. Fyrirgefdu Edda (og Hrefna ef thú lest thetta) ad ég gerdi ekki slíkt hid sama thegar thú komst. Ég vissi bara hversu mikil subba thú ert! :o) Mamma er ollu lyktnaemari. Annars var ég ad koma frá henni Cristinu minni, staerdfraedi- og enskunemanda, sem var ad segja mér frá nunnunum sem kenna henni. Hún er ekki mikid hrifin af theim, notadi blótsyrdi og sagdi thaer raena sig hugarró sinni í prófum thegar thaer strunsudu fram hjá bordunum og gláptu á prófin hjá nemendunum. Í morgun átti ég ad vera í prófi en thad féll nidur vegna daudsfalls, lán í óláni thar sem ég var lítid búin ad laera en ég efast reyndar um ad ég baeti mikid úr thví. Spurning hvort vid náum ad taka thad fyrir páska thar sem páskafríid byrjar jú innan skamms. Í stad thess ad sitja tvo klukkutíma aukalega í prófi, fórum vid Anna Bonn í midbaeinn ad kaupa afmaelisgjof handa ommu og fengum okkur ad borda á Subway. Ekki í frásogu faerandi en thad sem vid gerdum á eftir er í frásagna vert. Vid nefnilega settumst út í sólina og sídar á útikaffihús og ég bordadi ís í hálfri kókoshnetu. Mjoooog gódan! Ég býd ollum theim sem koma í heimsókn med mér á thennan ísstad. Med mikilli ást, Alma. p.s. Thad voru fimmtán til tuttugu grádur í dag, sumir maelar ýktu reyndar og sýndu 24º en ég efast nú um ad thad hafi verid svo heitt. p.p.s. Ég er búin ad segja upp hjá Telepizza.