24.4.08

Umkringd ógæfumönnum

Í gær kom einn af þekktari rónum bæjarins inn í vinnu og spjallaði við samstarfsmenn mína. Ég fékk því miður ekkert að tala við kauða. Seinna um daginn lenti ég aftur í lukkupottinum þegar ég gekk upp Laugaveginn ásamt tveimur samstarfsmönnum og við gengum fram hjá öðrum og jafnvel enn frægari róna, sem bað samstarfsmenn mína um að passa upp á mig. Vona að hann sé ekki skyggn og sjái sérstaka þörf fyrir því að mín sé gætt.

Ég er að þykjast læra fyrir próf sem er eftir tæpa viku en fæ mig ekki til þess. Ekki er það dökkur himinninn sem lokkar mig út í góða veðrið. Ekki eru það tíð tilboð um eitthvað spennandi. Nei, það er www.leikjanet.is. Gleðilegt sumar!