30.8.03

Jæja, enn er allt í óreiðu, ekki beint draumaástandið mitt. Ég veit ekki enn þá með fullvissu hvaða námskeið ég mun sækja á haustönn, hundfúlt. Ég get ekki búið mig andlega undir tímana. :) Í dag var reyndar kynningarfundur uppi í Háskóla, fyrst fyrir Heimspekideild og svo skor rómanskra og klassískra mála og svoooo spænskuna. Þar voru ekki mjög margir en samt ágætt. Þrír kennarar kynntu sig fyrir okkur, ein íslensk kona og tveir Spánverjar. Ég veit reyndar ekki alveg hvort eða hvað þetta fólk á eftir að kenna mér en eflaust kemur það í ljós fyrr eða síðar. Vonandi ganga hlutirnir ekki á spænskum hraða í deildinni.