29.9.03
Jaeja, nu er eg komin til Finnlands og hvad er thad fyrsta sem eg geri i Helsinki? Fer a Internetkaffihus....sorglegt en astaedan er reyndar su ad eg thurfti ad kanna stodu a reikningnum minum. Thad var rooooosagaman i Stokkholmi. Vid gistum a hosteli sem er stadsett i bati i hofninni, mjog fint. Vid hittum svo Jonas unga og Jónas Íslendingur hitti Heidu vinkonu sína. Thad var ósköp gaman ad vera med theim, vid forum i gonguferd um baeinn og svo ut um kvoldid. Fyrir valinu vard "Kicki´s", afskaplega ahugaverdur stadur thad sem finna matti sittlitid af hverju, fjarhaettuspil, trubador/hljomsveit, danstonlist og STRIPP!!!!! Mer leid halfilla ad horfa a thad, skammadist min bara. Vid tokum svo batinn yfir a sunnudagseftirmiddag. Freyja og Jónas Íslendingur pontudu fyrir okkur i hladbordi um kvoldid og vid forum svo nidur (ja nidur er sko retta ordid, vid vorum ekki bara undir bilunum, vid vorum undir dyrunum!!!!!) ad leggja okkur. Ekki vildi betur til en svo ad vid svafum yfir okkur, voknudum tuttugu minutum eftir thann tima sem okkur var gefinn i hladbordinu og rukum oll upp a gallabuxum og bol og med uldid fes ad borda asamt veisluklaeddum matargestum. Segid svo ad Islendingar kunni sig ekki! :)
22.9.03
Það er svo oft sem í Velvakanda er aðeins að finna kvörtunarbréf reiðra Íslendinga en stundum kemur fram fugl sem vill koma á framfæri einhverju sem vel var gert. Það ætla ég að gera núna. Hetja dagsins er hann Ómar, fyrirmyndar gítarleikari og söngmaður (=trúbador) sem starfar á ölhúsinu Celtic Cross. Það er ekki nóg með að Ómar spili vel og syngi, áheyrendurnir eru honum allt. Hvort sem þú vilt hlusta á "Undir bláhimni" eða slagara með the Proclaimers er Ómar boðinn og búinn að hjálpa þér. Til að vera leiðinleg í lokin vil ég koma á framfæri ósk um að hann æfi sig í Kim Larsen lögum. Það færir honum eflaust enn fleiri aðdáendur! Heil sé Ómar í upphæðum!
17.9.03
Ég held að öllum háskólanemum sé hollt að skella sér á tungumálanámskeið í hádeginu. Hvar annars staðar (á þessu skeri) er hægt að finna jafnfjölþjóðlega hópa og breiðan aldurshóp? Í mínum "italiansk for begyndere" hópi er yngsti nemandinn nítján ára en sá elsti sjötíu og sex ára (held ég), þar er fólk frá nokkrum heimsálfum, flestum hornum Evrópu, Suður-Ameríku, Asíu....kannski fleirum. Annars er skemmtun mín í tímum á heldur lágu plani. Ég hlæ að kennaranum. Já, ég hlæ að framburði kennarans á nöfnum nemendanna. Þetta er að sjálfsögðu grimmilegt gagnvart þessari annars indælu konu sem leggur á sig að reyna að muna hvað nemendur hennar heita en það er bara svon fyndið þegar hún kallar Eddu Heddu, Ölmu Hölmu (hún er samt, held ég, búin að læra núna), Hebu Hebbbu og Þórhildi Torgerdi. Ljótur húmor en heldur mér kátri í tímum! :)