17.9.03

Ég held að öllum háskólanemum sé hollt að skella sér á tungumálanámskeið í hádeginu. Hvar annars staðar (á þessu skeri) er hægt að finna jafnfjölþjóðlega hópa og breiðan aldurshóp? Í mínum "italiansk for begyndere" hópi er yngsti nemandinn nítján ára en sá elsti sjötíu og sex ára (held ég), þar er fólk frá nokkrum heimsálfum, flestum hornum Evrópu, Suður-Ameríku, Asíu....kannski fleirum. Annars er skemmtun mín í tímum á heldur lágu plani. Ég hlæ að kennaranum. Já, ég hlæ að framburði kennarans á nöfnum nemendanna. Þetta er að sjálfsögðu grimmilegt gagnvart þessari annars indælu konu sem leggur á sig að reyna að muna hvað nemendur hennar heita en það er bara svon fyndið þegar hún kallar Eddu Heddu, Ölmu Hölmu (hún er samt, held ég, búin að læra núna), Hebu Hebbbu og Þórhildi Torgerdi. Ljótur húmor en heldur mér kátri í tímum! :)