19.12.03

Nú er ég þreytt og fúl og leiðinleg. Nenni ekki að gera rass í rófu. Mér finnast kúnnarnir mínir upp til hópa leiðinlegir og er pirruð á fólkinu í kringum mig. Hvers á ung kona á þrítugsaldri að gjalda?

15.12.03

Annars gleymdi ég að tilkynna að ÉG ER BÚIN Í PRÓFUM!!!!!! Ekki gekk samt síðasta prófið vel...
Ég fékk svolítið nýja sýn á lífið eftir að ég datt í mjög áhugaverð Verublöð heima hjá Eddu núna um helgina. Þar las ég nokkrar greinar og skoðaði og tókst jafnvel að eignast minn eftirlætisdálkahöfund í blaðinu, Guðrúnu Guðmundsdóttur (held ég fari rétt með). Hún skrifar um feminískt uppeldi í blaðinu, um dóttur sína sem er þrettán ára og fær ekki að mála sig nema við sérstök tilefni (mömmunni líður hræðilega að horfa á hana í því ástandi), má ekki ganga í G-streng (undirgefni við karlmenn og aðeins leyft ef daman hyggst starfa við súlunudd á Óðal) og ef hún ætlar að horfa á Popptíví, sem hún reyndar fær bara leyfi til í eina klukkustund á dag, verður hún að setja upp feminístagleraugun. Stelpuhróið má samt ráða því sjálf hvort hún reykir. Hún verður jú að fá að taka sjálfstæðar ákvarðanir. En þessi nýja sýn mín snýst um það að ég held að ég sé kannski dálítill feministi. Jú, ég mála mig jú ekki til að uppfylla fegurðarnormin sem þjóðfélagið setur. Ég horfi helst ekki á Popptíví, reyndar bara af því að mér finnst það ekki sérlega skemmtileg og vegna þess að ég er ekki dyggur sjónvarpsaðdáandi. Í þokkabót þá geng ég aldrei í G-strengsbuxum, mér finnst þær afskaplega óþægilegar. Kannski ég ætti að gerast meðleg í Feministafélaginu...kannski ekki, ég fór jú í háreyðingameðferð á leggjum í gær. Það er eflaust ekki vinsælt.

13.12.03

Ösp benti mér á það í kommenti að ef sett er inn www.madrit.blogpot.com í stað blogSPOT.com birtist biblíusíða á skjáinn. Ég prófaði þetta og sé að þetta er rétt og efast ekki um að þetta eru skilaboð frá Guði til mín, hann biður mig um að verða nunna. Ég enda tilvalin í verkið. Annars fór ég að velta fyrir mér hvers vegna síðan heitir madrit...ætli þetta standi fyrir mad rituals? Leyfi ykkur að dæma sjálfum af kynningu síðunnar: A mega-site of Bible, Christian and religious information & studies; including, audio and written KJV Bible, Bible helps & tools, churches, Doctrine, links, news, prayer, prophecy, sermons, spiritual warfare, statistics, and tracts. Features the Chronological 4 Gospels, Prayer Book, Prophecy Bible, and a photo tour of Israel. Það er gott hvað mamma mín hugsar vel um litlu dóttur sína. Að áeggjan Sigríðar kallaði ég í mömmu og sýndi henni mynd af Rodrigo, kvaðst hafa kysst hann í gær. Hvað segir mamma: "Oh, hvað þú átt gott!" Mamma hefur trú á litla fuglinum sínum, nokkuð ljóst...en reyndar greinilega ekki mikinn áhuga á ímynduðu ástarlífi hans, hún sagði bara þetta og yfirgaf herbergið.

10.12.03

Jiiiii dúdda mía...verð að deila þessari fegurð með alheiminum. Sjáið hann Rodrigo. Gaaaasalega er hann sætur! Ekki er hann síðri hér. Kærar þakkir til Jónasar Magnússonar fyrir þennan glaðning!

9.12.03

Ung stúlka, reyklaus og áreiðanleg, auglýsir eftir prófstressi á góðu verði. Á sama stað til sölu nokkur kíló af rólyndi. Upplýsingar í s. 6969690.

8.12.03

Ösp Árnadóttur hefur verið gerð að gestaskrifara á blogginu La historia de mi vida... Býð ég Ösp Árnadóttur velkomna og vona að hún verði virk í skrifum á komandi vikum.
Nú er tæknin að stríða mér og ég er ekki sátt. Í fyrsta lagi fæ ég ekki email sem mér ættu að berast (nei, ég er ekki að tala um ástarbréf frá ímynduðum vöðvafjöllum) og gsm-síminn minn er eitthvað skrýtinn. Efst í horni skjásins er nefnilega fast litla umslagsmerkið, nokkuð sem ég er heldur betur ósátt við. Ekki nóg með það, þá fékk ég líka skilaboð frá Rosu spænsku, sem væri ekki í frásögu færandi nema vegna þess að inn í skilaboðin fléttuðust íslenskar setningar, nokkuð sem ég hafði vistað í "outboxinu" mínu. Ég held ég hafi ekki sent Rosu þetta þar sem stúlkan talar ekki orð í íslensku og þetta var samhengislaust í skilaboðunum. Þetta er meira en lítið dularfullt. Síminn minn hefur þróað eigin vilja, svo að engan ætti að undra þótt hann fái ástarjátningar frá mér í smsi eða símtöl með hatursorðum. Annars vil ég mæla með myndinni Love Actually sem meðal annars er sýnd í Háskólabíói. Ég sá hana í gær og var mjög hrifin. Reyndar verð að bæta því við að Páll Heimisson var alls ekki hrifinn og Elías ekki heldur neitt sérlega kátur með myndina en allir ekki-töffarar ættu að elska þessa mynd. Það langbesta við myndina er samt eiginlega krakkinn OG maðurinn sem leikur Karl, gasalega myndarlegur náungi með suðrænt útlit og roooosalega flottan líkama.
Fúff, ég er aldeilis löt þessa dagana. Það er bara ekkert svo gaman að lesa þessar smásögur frá Rómönsku Ameríku, hreint ekki. Annars á ég núna bara tvö próf eftir, fór í eitt í morgun, fer í annað á morgun og svo á mánudaginn í næstu viku. Það verður ágætt að klára þetta en ég get svo sem ekki kvartað yfir því að hafa drepið mig með vinnu í prófatörninni...engu að síður er ég hugmyndasnauð og sleppi því, held ég, bara að blogga.

5.12.03

Ég ákvað að vera staðföst og fara ekkert á skyndibúllu í gær. Í staðinn fórum við Páll og Jónas Magnússon og átum heima hjá Freyju. Ég mæli með slíku. Húsnæði Freyju er hreinna en allflestir skyndibitastaðir (ég kannaði sérstaklega ástand þrifa á gólfi, Jónína fær tíu í einkunn) og maturinn var talsvert betri. Reyndar virðist sem loftið sé þurrt eða ef til vill tókst einhverjum að kýla mig án þess að ég tæki eftir því þar sem ekki leið á löngu þar til ég lá í blóði mínu (fyrir nákvæmar antidramadrottningar: blóðdropar skvettust á bol minn) og eflaust verð ég ekki söm. Þakka engu að síður Freyju fyrir frábærar móttökur. Annars er það helst að frétta að ég var að koma úr prófi og þjáist af handleggjaverkjum. Bölvaður ávani þetta með að þurfa alltaf að svara prófum með penna. Ég er ekki alls kostar hrifin af því og gerði því prófið bara tvisvar, fyrst með blýanti og svo ofan í með penna og strokaði út. Held það hafi verið útstrokið sem reyndi svona á. Þetta blessaða ítölskupróf gekk reyndar bara vel. Plan sem ég hafði sett mér fyrir annað ítölskupróf fyrr í vetur gekk upp í þetta skiptið, alveg óvart. FYYYYYNNNNNDDDIIIIIIÐÐÐÐÐÐ.....

2.12.03

Ef ég gerði könnun á hvaða orð kemur oftast fyrir sem fyrsta orðið í bloggfærslunum mínum þá er ég viss um að "jæja" er vinsælast. Áhugavert, ekki satt? Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort ég sé hæf til þess að fara út að borða á fínum veitingastöðum og yfirleitt komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Á Þremur Frökkum um daginn með Finnunum stundaði ég það að bjóða fólki bita af hvalkjötinu mínu, jafnvel fólki sem sat á næsta borði. Þar fyrir utan krumpa ég alltaf servíettuna mína, helli gjarnan niður, sulla á mig og næstu menn og ber enga virðingu fyrir elegansinum satt best að segja. Ég held ég haldi mig bara heima...a.m.k. frá öllum matsölustöðum með þjónustu á næstunni.

1.12.03

Jæja, nú er þessi leiðinlegi mánudagur búinn. Var í prófi í morgun sem var fremur leiðinlegt, svo leiðinlegt raunar að ég pikkaði bara við eitthvað, þrusaði út úr mér einhverju ömurlega leiðinlegu bréfi og skilaði prófinu. Kennarinn var reyndar ekki inni í stofunni, það er fyndið en þessi kennari fer alltaf fram í prófum. Hver og einn gæti svindlað að vild. Ekki hafði ég áhuga enda mikill andstæðingur svindls eftir svindlið á kristinsöguprófinu á sínum tíma. Eftir prófið tók svo við undirbúningur fyrir fyrirlestur um Júróvisjón sem við héldum svo klukkan 17.15. Ekki neitt sérlega vel heppnað en alls ekkert leiðinlegt. Bíð núna eftir að pabbi sæki mig... held hann elski mig ekki lengur!
Ég vil þakka Evu Dögg Þorkelsdóttur kærlega fyrir andlegan stuðning á undanförnum árum. Hún hefur verið mér stoð og stytta, bæði hér á landi sem og erlendis. TAKK EVA! (var að uppgötva "bold")