2.12.03
Ef ég gerði könnun á hvaða orð kemur oftast fyrir sem fyrsta orðið í bloggfærslunum mínum þá er ég viss um að "jæja" er vinsælast. Áhugavert, ekki satt? Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort ég sé hæf til þess að fara út að borða á fínum veitingastöðum og yfirleitt komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Á Þremur Frökkum um daginn með Finnunum stundaði ég það að bjóða fólki bita af hvalkjötinu mínu, jafnvel fólki sem sat á næsta borði. Þar fyrir utan krumpa ég alltaf servíettuna mína, helli gjarnan niður, sulla á mig og næstu menn og ber enga virðingu fyrir elegansinum satt best að segja. Ég held ég haldi mig bara heima...a.m.k. frá öllum matsölustöðum með þjónustu á næstunni.