5.12.03

Ég ákvað að vera staðföst og fara ekkert á skyndibúllu í gær. Í staðinn fórum við Páll og Jónas Magnússon og átum heima hjá Freyju. Ég mæli með slíku. Húsnæði Freyju er hreinna en allflestir skyndibitastaðir (ég kannaði sérstaklega ástand þrifa á gólfi, Jónína fær tíu í einkunn) og maturinn var talsvert betri. Reyndar virðist sem loftið sé þurrt eða ef til vill tókst einhverjum að kýla mig án þess að ég tæki eftir því þar sem ekki leið á löngu þar til ég lá í blóði mínu (fyrir nákvæmar antidramadrottningar: blóðdropar skvettust á bol minn) og eflaust verð ég ekki söm. Þakka engu að síður Freyju fyrir frábærar móttökur. Annars er það helst að frétta að ég var að koma úr prófi og þjáist af handleggjaverkjum. Bölvaður ávani þetta með að þurfa alltaf að svara prófum með penna. Ég er ekki alls kostar hrifin af því og gerði því prófið bara tvisvar, fyrst með blýanti og svo ofan í með penna og strokaði út. Held það hafi verið útstrokið sem reyndi svona á. Þetta blessaða ítölskupróf gekk reyndar bara vel. Plan sem ég hafði sett mér fyrir annað ítölskupróf fyrr í vetur gekk upp í þetta skiptið, alveg óvart. FYYYYYNNNNNDDDIIIIIIÐÐÐÐÐÐ.....