25.4.04

Ég held ég muni aldrei, aldrei aftur taka námskeið sem hefur eitthvað heimspekitengt í titlinum. Næstkomandi miðvikudag er ég að fara í forspjallsvísindapróf og ég er satt best að segja að mygla úr leiðindum og þó er ég aðeins búin að lesa 10% af því sem ég hefði átt að vera búin að lesa. Þetta er eitthvert það leiðinlegasta lesefni sem ég veit um, leiðinlegt að lesa það en enn þá verra að þurfa að leggja þetta leiðindakvak á minnið. Hjálpi mér allir heilagir...núna og í prófinu!