28.3.07
25.3.07
Rán!
Hverjum datt í hug að stela klukkutíma af annars afar takmörkuðum nætursvefni mínum með því að breyta klukkunni einmitt þegar ég þurfti að vakna klukkan hálfsjö? Ef þið vitið hver er ábyrgur fyrir þessu, þá vil ég gjarnan fá svör. Góða nótt!
20.3.07
Takk já takk
Ég átti aldeilis huggulegan afmælisdag í síðustu viku, þökk sé öllum ykkar sem hringduð eða senduð kveðjur. Sérstaklega ykkur sem hringduð á heilbrigðum tíma. Takk! Gracias! Tak! Thank you! Merci! Helgina fyrir afmælið var ég líka svo heppin að fá Bjarnheiði í heimsókn. Það er ekkert eins gott og að hitta hana svona rétt áður en eitt ár bætist í safnið og æfa sig fyrir eldri ár. Við Bjarnheiður reynum nefnilega að ná upp svefni fyrir næstu vikur og mánuði þegar við hittumst. Á einhvern óskiljanlegan hátt virðumst við sjúga orku hvor úr annarri sem gerir það að verkum að við verðum að leggja okkur í sí og æ og við höfum ekki einu sinni kraft á við astmasjúka um áttrætt. Þannig sofnuðum við í selskapi gesta okkar hér á Læssöesgötu og þurftum að leggja okkur eftir myndlistarsýningaferð með danskri vinkonu. Engu að síður var ægilega gaman að fá Bjarnheiði í heimsókn og ég vona að hún finni sér annað tækifæri til að kíkja hér við.
Á afmælisdaginn bauð ég vinnufélögum upp á köku, sem því miður var aðeins of holl, borðaði hádegismat á snobbaða kaffihúsinu á Norðurbryggju og fór svo út að borða með Sunnu og Óla um kvöldið. Við borðuðum á huggulegum tælenskum stað og nutum þess að horfa á klám á næsta borði undir annars ægilega góðri máltíð. Í tilefni þess að ég var orðin 26 ára ákvað ég að gæta þess að spara kraftana. Því eyddi ég fyrsta deginum á þessum háa aldri í svefn, kom heim úr vinnu og lagði mig svo frá klukkan 18 - 23. Er þetta eðlilegt fyrir gamalmenni á mínum aldri? Um síðustu helgi fékk ég svo að tala spænsku við tvær sparsamar argentínskar stúlkur sem dvöldu hér í borg og gengu borgina á enda. Það var gaman! Síðar um daginn komu svo Þórhildur, sem var með mér í MR, og Tobias kærastinn hennar í heimsókn. Við borðuðum saman og þau gistu hér, það var satt best að segja verulega huggulegt! Heimsóknirnar taka engan enda að því er virðist. Kari Finni, Sigrún Þöll og Heiðdís koma á fimmtudaginn og svo er von á au pair piltinum mínum um mánaðamótin. Þá verður sko kátt í höllinni!
Á afmælisdaginn bauð ég vinnufélögum upp á köku, sem því miður var aðeins of holl, borðaði hádegismat á snobbaða kaffihúsinu á Norðurbryggju og fór svo út að borða með Sunnu og Óla um kvöldið. Við borðuðum á huggulegum tælenskum stað og nutum þess að horfa á klám á næsta borði undir annars ægilega góðri máltíð. Í tilefni þess að ég var orðin 26 ára ákvað ég að gæta þess að spara kraftana. Því eyddi ég fyrsta deginum á þessum háa aldri í svefn, kom heim úr vinnu og lagði mig svo frá klukkan 18 - 23. Er þetta eðlilegt fyrir gamalmenni á mínum aldri? Um síðustu helgi fékk ég svo að tala spænsku við tvær sparsamar argentínskar stúlkur sem dvöldu hér í borg og gengu borgina á enda. Það var gaman! Síðar um daginn komu svo Þórhildur, sem var með mér í MR, og Tobias kærastinn hennar í heimsókn. Við borðuðum saman og þau gistu hér, það var satt best að segja verulega huggulegt! Heimsóknirnar taka engan enda að því er virðist. Kari Finni, Sigrún Þöll og Heiðdís koma á fimmtudaginn og svo er von á au pair piltinum mínum um mánaðamótin. Þá verður sko kátt í höllinni!
6.3.07
Por fin una pareja!
De niña nunca me imaginaba que yo iba a tener amigos famosos en el futuro, pero la foto de arriba es un ejemplo de que no hay que dejar de soñar. Primero Gael, luego Federico el príncipe de Dinamarca (para los que no saben, yo lo vi hace una semana), ahora Dawson y para sumarlo, Gianluca y Susan Sarandon por fin son una pareja. Felicidades a los dos!
5.3.07
Friður í nánd?
Einhverra hluta vegna finnst mér þetta ein fyndnasta frétt, sem ég hef lesið í langan tíma. Ég veit ekki hvort mér finnst fyndnara hvernig mótmælandinn lýsir því yfir að hann borði nú stundum McDonald's þegar hann fer út að skemmta sér eða lýsing lögregluþjónsins á því hvernig grænmetisæturnar hefðu átt að leysa málið. Einhvern veginn er ég ekki viss um að látunum sé lokið. Heilmikill hasar var hér rétt fyrir utan gluggann hjá mér um helgina, og áðan sofnaði ég við ljúfan nið hávaðamótmælagöngu.
Frá því að ég bloggaði síðast af viti hefur annars ýmislegt skemmtilegt og óskemmtilegt gerst í Kaupmannahöfn. Til dæmis þetta:
- Lárus flutti út. Hverfið bíður þess seint bætur.
- Ég fór í ofurverslunarferð í Fields til að kaupa fjórar afmælisgjafir og forðast brjálaða mótmælendur og ofurgæslu lögreglunnar á brúnni rétt hjá heimili mínu.
- Ég kláraði að horfa á aðra seríu í Grey's Anatomy. Ætli fólk hafi verið lagt inn vegna sýki í þennan þátt? Ég hugsa að ég sé eins nálægt því að vera lögð inn og hægt er.
- Þvottahúsinu sem við Lárus heimsóttum var lokað vegna óláta og skemmdarverka í hverfinu. Eftir 28 ára starfsemi. Það runnu næstum tár á hvarma mér.
-Ég er farin að þjást af svefnleysi. Vakna milli fjögur og sex. Ég ætti að leigja mig út til barnafjölskyldna.
- Óli og Sunna aumkuðu sig yfir MIG og tóku mig með vinafólki út að borða. Þetta var huggulegt kvöld, sem endaði með því að miðaldra tittur hellti bjór yfir mig eftir að hafa sagt mér í annarri setningu samtals okkar að ég væri með flott brjóst. Æðislegt þegar karlmenn koma sér beint að hlutunum.
- Lárus bauð í mat. Ég gaf honum þrista í innflutningsgjöf. Ég er að spá í að kaupa salt næst þegar ég fer í heimsókn, jafnvel þótt piparinn hans sé ægilega góður.
- Alexandra er ekki lengur prinsessa, nú er hún greifynja. Er ekki gæinn hennar dálítið ungur? Sætur er hann a.m.k.
Frá því að ég bloggaði síðast af viti hefur annars ýmislegt skemmtilegt og óskemmtilegt gerst í Kaupmannahöfn. Til dæmis þetta:
- Lárus flutti út. Hverfið bíður þess seint bætur.
- Ég fór í ofurverslunarferð í Fields til að kaupa fjórar afmælisgjafir og forðast brjálaða mótmælendur og ofurgæslu lögreglunnar á brúnni rétt hjá heimili mínu.
- Ég kláraði að horfa á aðra seríu í Grey's Anatomy. Ætli fólk hafi verið lagt inn vegna sýki í þennan þátt? Ég hugsa að ég sé eins nálægt því að vera lögð inn og hægt er.
- Þvottahúsinu sem við Lárus heimsóttum var lokað vegna óláta og skemmdarverka í hverfinu. Eftir 28 ára starfsemi. Það runnu næstum tár á hvarma mér.
-Ég er farin að þjást af svefnleysi. Vakna milli fjögur og sex. Ég ætti að leigja mig út til barnafjölskyldna.
- Óli og Sunna aumkuðu sig yfir MIG og tóku mig með vinafólki út að borða. Þetta var huggulegt kvöld, sem endaði með því að miðaldra tittur hellti bjór yfir mig eftir að hafa sagt mér í annarri setningu samtals okkar að ég væri með flott brjóst. Æðislegt þegar karlmenn koma sér beint að hlutunum.
- Lárus bauð í mat. Ég gaf honum þrista í innflutningsgjöf. Ég er að spá í að kaupa salt næst þegar ég fer í heimsókn, jafnvel þótt piparinn hans sé ægilega góður.
- Alexandra er ekki lengur prinsessa, nú er hún greifynja. Er ekki gæinn hennar dálítið ungur? Sætur er hann a.m.k.
1.3.07
Kóngafólk og klikkun í Kaupmannahöfn
Loksins fylltist líf mitt spennu hér í kóngsins Kaupmannahöfn. Loksins! Stóra spurningin er samt hversu langt maður vill ganga til að gera líf sitt viðburðaríkara. Lögreglumenn réðust inn í ungmennahúsið á Nørrebro eldsnemma í morgun og síðan þá hefur stór hópur fólks mótmælt víða um borgina. Vinsælustu mótmælastaðirnir hafa þó verið staðurinn þar sem ég hoppa úr strætó á morgnana til að labba í vinnuna og svo hér í næstu götu við heimili mitt. Vitandi að stór mótmæli voru skipulögð rétt við heimili mitt ákvað ég að leita skjóls í verslunarmiðstöð í úthverfi en þegar henni var lokað neyddist ég til að halda heim á leið. Ég komst óáreitt yfir brú Louise drottningar, líklega þar sem lögregluliðið var rétt að byrja að gæða sér á samlokum. Fyrr um daginn hafði fólk verið krafið um skilríki og sönnun þess að það byggi í hverfinu og jafnvel leitað á einhverjum. Nørrebrogade leit út eins og miðborg Reykjavíkur morguninn eftir Menningarnótt. Rusl og leifar af hindrunum og svo brunarústir. Ég ákvað að velja leið sem ég taldi rólega inn að götunni minni en ekki dugði það til. Á fyrsta götuhorni var brennandi ruslagámur, á því næsta lögreglan með sírenur og mótmælendur að kasta flugeldum að lögreglubílnum, í um það bil tíu metra fjarlægð. Ég nánast hljóp heim þaðan. Það eina sem hægði á mér var að lögregla gæti haldið að ég væri mótmælandi á flótta. Ég get skilið biturð fólksins vegna lokunar hússins, en er þetta ekki aðeins yfir strikið? Samgöngukerfi borgarinnar virkar afar illa, það er rusl afar víða, brunalykt og ástandið minnir helst á stríðshrjáð land. Vilja mótmælendurnir búa í svona borg?
Líklega myndi ég tuða enn meira hefði ég ekki flotið á hamingjuskýi í allan dag. Ástæðan var sú að í dag tók líf mitt nýja stefnu. Ég ákvað að ég myndi gifta mig fljótlega. Sá heppni er Friðrik André Henrik Christian, krónprins Dana. Ég sá hann nefnilega í dag. Ef einhver á góð ráð fyrir tilvonandi hjónadjöfla eins og mig, þá bið ég þann hinn sama að hafa samband sem fyrst.
Líklega myndi ég tuða enn meira hefði ég ekki flotið á hamingjuskýi í allan dag. Ástæðan var sú að í dag tók líf mitt nýja stefnu. Ég ákvað að ég myndi gifta mig fljótlega. Sá heppni er Friðrik André Henrik Christian, krónprins Dana. Ég sá hann nefnilega í dag. Ef einhver á góð ráð fyrir tilvonandi hjónadjöfla eins og mig, þá bið ég þann hinn sama að hafa samband sem fyrst.
Hold jer væk fra Nørrebro!
Eftir að hafa lesið þetta er ég farin að efast um að ég fari nokkuð heim eftir vinnu.