5.7.07

Torsdagsdemo við Blegdamsvej fængsel

nst

Á hverjum fimmtudegi eru haldin mótmæli, sem mér skilst að tengist niðurrifi Ungdomshusets margumrædda. Dagurinn í dag var engin undantekning en að þessu sinni heyrðum við aldeilis vel í mótmælendum. Í hellidembu marseruðu dökkklædd ungmenni ásamt tilheyrandi lögreglumannagengi í götuna og líktist þetta einna helst líkfylgd. Talsverður hávaði fylgdi þeim en lækkað var í tónlistinni og hópurinn stoppaði fyrir utan fangelsið, sem finna má í bakgarðinum hér á Læssøesgade. Hóf þá ungur maður raust sína en sá vildi hvetja vini bak við rimla. Við Jónas hlupum milli glugganna sem snúa að götunni og eldhúsglugganum sem vísar að fangelsinu til að fylgjast með viðbrögðum fanganna, sem virtust ánægðir með heimsóknina. Égvar samt örlítið hugsi, ætli allir fangarnir sem hlustuðu á hvatningarorð svartfrakkanna og veifuðu á móti sitji í gæsluvarðhaldi vegna mótmæla? Getur ekki verið að þarna séu líka ofbeldismenn eða þjófar? Með fylgja myndir af herlegheitunum. Ef grannt er skoðað má sjá glytta (er það kannski glitta?) í fangana í gluggum fangelsisins.