6.7.08
Oppland 1
Þá er ég mætt í búðirnar eftir frekar tímafrekt ferðalag hingað. Raunar var tveggja tíma seinkun á fluginu okkar en við vissum af því fyrirfram og gátum því sofið auka tvo tíma. Vitanlega þurfti ég samt að vakna kl. 4 til að athuga hvort tíminn stæðist þannig að ég var frekar þreytt þegar við komum á áfangastað eftir flug, tveggja tíma hangs á flugvellinum, tveggja tíma rútuferð til Gjövik (bílstjórinn virtist sikksakka svo að ég var hálfbílveik hluta leiðarinnar) og svo bílferð til Kapp þar sem skólinn sem búðirnar verða haldnar er. Þetta er fínasti staður, fallegt hér í kring og allt í góðu gengi. Við gistum allir kvenkynsfararstjórar og JC-ar (unglingastarfsmenn) í einni skólastofu á dýnum svo að það er hálfgerð náttfatapartýsstemmning. Starfsfólkið í búðunum er svakalega indælt og við búin að læra heilmikið af þeim meðan börnin dvelja hjá gistifjölskyldum. Seinna í dag koma samt krakkarnir og þá býst ég við að friðurinn sé úti. Eða ég eiginlega veit það. Þarf að fara að undirbúa komu barnanna, þrífa og fleira. Læt í mér heyra fljótlega þar sem hér er þráðlaust internet! Jei!