16.7.08
Oppland 3
Allt gott að frétta frá Noregi annað en að ég hef engin bréf fengið. Er vægast sagt svekkt þar sem allir hinir krakkarnir eru búnir að fá. Í dag fórum við í ferð á eldgamlan sveitabæ uppi í fjöllunum. Það var ískalt úti svo að krakkarnir hálfskulfu margir hverjir. Börnin skoðuðu beljur og fóru í leiki og svo fengum við að smakka ekta norskan mat, graut með smjöri og kanel og einhvers konar skinku. Grauturinn var öðruvísi, skinkan mjög góð. Þjóðakvöldin tókst ágætlega. Flestir smökkuðu harðfisk og flatkökur með hangikjöti og margir bitu í lýsisperlu. Að minnsta kosti tveir köstuðu upp. Núna á að kveikja eld svo að ég ætla að skella mér út. Bíð eftir póstkortum og bréfum.