3.7.08
CISV
Á föstudagsmorgun held ég í fjögurra vikna ferð til Noregs þar sem ég mun vera fararstjóri í sumarbúðum CISV fyrir 11 ára börn. Ég held að ég hafi aldrei farið í ferð sem krefst jafnmikils undirbúnings en að sama skapi hef ég aldrei átt eftir að gera jafnmikið einum degi fyrir brottför. Það liggur við að ég fái hjartsláttartruflanir af að hugsa um það. Börnin og foreldrar þeirra hafa safnað ógrynni skiptidóts og alls kyns hluta og matar sem við munum nota til að skiptast á og eins til að gefa öllum í búðunum. Þannig er ég nánast búin að fylla eina ferðatösku af súkkulaðistykkjum, grjóti, seglum með íslenska fánanum og íslenska fánanum í öllum stærðum og gerðum. Enn á þá hellingur eftir að fara ofan í töskuna...harðfiskur, lýsisperlur, hangikjöt, flatkökur og ferðagögn. Ég verð svo þreytt af að hugsa um þetta að ég bara verð að fara að sofa.
30.6.08
3.6.08
Tvíburar í óskilum

7.5.08
Drulla og skítur
Ég var í djúpum skít fyrir fyrsta prófið mitt. Fyrir prófið á morgun ligg ég á botni djúps leðjuhafs. Hjálp!
28.4.08
Afmælisöldungur dagsins
24.4.08
Umkringd ógæfumönnum
Í gær kom einn af þekktari rónum bæjarins inn í vinnu og spjallaði við samstarfsmenn mína. Ég fékk því miður ekkert að tala við kauða. Seinna um daginn lenti ég aftur í lukkupottinum þegar ég gekk upp Laugaveginn ásamt tveimur samstarfsmönnum og við gengum fram hjá öðrum og jafnvel enn frægari róna, sem bað samstarfsmenn mína um að passa upp á mig. Vona að hann sé ekki skyggn og sjái sérstaka þörf fyrir því að mín sé gætt.
Ég er að þykjast læra fyrir próf sem er eftir tæpa viku en fæ mig ekki til þess. Ekki er það dökkur himinninn sem lokkar mig út í góða veðrið. Ekki eru það tíð tilboð um eitthvað spennandi. Nei, það er www.leikjanet.is. Gleðilegt sumar!
Ég er að þykjast læra fyrir próf sem er eftir tæpa viku en fæ mig ekki til þess. Ekki er það dökkur himinninn sem lokkar mig út í góða veðrið. Ekki eru það tíð tilboð um eitthvað spennandi. Nei, það er www.leikjanet.is. Gleðilegt sumar!
18.4.08
29.3.08
Ruglingsleg frásögn af Englandsferð
Eitt af kvöldunum borðuðum við á spænskum tapasstað sem var svo dásamlega góður að í kvöld ætlum við að reyna að endurupplifa stemmninguna með því að elda og borða spænska smárétti. Nammi nammi. Annað kvöld borðuðum við á asísku hlaðborði og komum út full af mat en líklega enn fylltari af matarlykt, blöndu af sojasósu og djúpsteikingarfeiti. Síðusta daginn minn héldum við til höfuðborgarinnar þar sem Eva og Jónas gistu á hóteli eina nótt en ég hélt heim um kvöldið. Af þvi hóteli er að að segja að það hafði verið pantað vegna þess hversu frábærar neðanjarðarlestarsamgöngur voru þar í kring. Illu heilli var stöðin þar rétt hjá lokuð að hluta og sá hluti hennar sem var opinn var ekki í notkun vegna bilunar á línunni sem þar gengur um. Því má segja að Jónas og Eva hafi gist á hóteli sem var ekkert sérstaklega vel staðsett hvað samgöngur varðar og ógeðslegt að nánast öllu leyti. Á gólfinu í Evu herbergi voru táneglur, síminn og fleiri hlutir sem Eva hefði getað nýtt sér. Baðherbergið hjá henni var enn minna en hjá Jónasi þar sem baðherbergið var þó MJÖG lítið. Jónas var svo heppinn að vera með illa lyktandi myglaðan ísskáp í sínu herbergi. Ég ætla ekki að ræða það hversu skítugt þetta var allt saman. Þarna sváfu þau samt í svakakulda í eina nótt en ég var fegin að fara heim.
17.3.08
Takk fyrir mig!
28.2.08
26.2.08
Finlandia

25.2.08
Blogg í punktaformi
- Ég sá Gael í leikhúsinu þar sem við mamma og Jónas sátum á fremsta bekk og fengum yfir okkur vatnsgusu, sápusull og púði flaug á lappirnar á okkur.
- Gael var ótrúlega fagur og mig langar eiginlega að fara aftur á sýninguna.
- Í ár gat ég eiginlega ekki ákveðið hvaða lag ég vildi senda í Evróvisjón fyrir Íslands hönd. Wiggle Wiggle Song var uppáhaldið mitt í byrjun en eftir að það var farið út var ég algjörlega óviss. Mér fannst kraftajötnadrunulagið ekki eins fyndið í þriðja sinn og eins afar illa sungið en lagið hjá Eurobandinu var hressilegt og betra í hvert skipti en ég fíla flytjendur þess ekki svo vel (sérstaklega ekki eftir ,,Ég vil" og ,,hæst glymur"-dæmið - mjög halló!). Lagið hans Dr. Gunna þótti mér kannski bara sniðugast. Engu að síður er ég bara sátt við að Eurobandið fer fyrir Íslands hönd, þau eiga ábyggilega eftir að heilla einhverja.
- Ég er núna í Helsinki og verð í Finnlandi fram á sunnudag.
- Í Keflavík hitti ég Möddu og á Kastrup Martin, sem fór svo með mér á Koti pizza í kvöldmat. Ég mæli ekki með Koti pizza.
- Í Kaupmannahöfn stoppaði ég í þrjá og hálfan tíma og eyddi hluta af þeim tíma með sæta gæjanum sem sést hér að ofan (stelpan sem heldur á honum var illa sofin og ljót eftir því). Við fórum ásamt móður hans (sem var mjög gaman að hitta) á McDonald's þar sem við ræddum framtíðarafmælisveislur hins unga sveins.
17.2.08
7.2.08
Að fullorðnast
Ég hef verið minnt á það alvarlega að ég er að verða hundgömul á síðustu dögum. Í gær fékk ég verki fyrir brjóstið og þurfti að aflýsa plönum kvöldsins og hélt mig heima í dag. Ekki var þó um hjartverk að ræða, enda vona ég að langt verði í slíkt. Síðdegis í gær, þegar ég reyndi að leggja mig hringdi síminn stanslaust. Í eitt skiptið hringdi í mig kona sem sagðist hringja frá bílaumboði hér í bæ. Hún spurði hvort mér hefði borist boðskort um að koma á sýningu á nýja Tiguan-jeppanum um helgina. Ég neitaði því að hafa fengið það en konan benti mér þá á það hvað þetta væri frábært tækifæri til að koma með alla fjölskylduna og njóta veitinga í boði bílaumboðsins. Ég held ekki enda er ég óviss um að mamma, Sigga, pabbi og Jónas séu til í að koma með og Óli er náttúrulega úti.
Í dag barst mér svo bréf frá LÍN - vini allra námsmanna - og nú er komið að því allra leiðinlegasta: að endurgreiða námslánið sem ég tók þegar ég fór sem Erasmus-nemi. Ég er samt heppin að vera orðin svona gömul. Varla get ég lengur flokkast sem ,,ungt fólk" og má því horfa á Desperate Housewives sem rétt í þessu var kynnt af þulunni sem ,,ekki við hæfi fyrir ungt fólk".
Í dag barst mér svo bréf frá LÍN - vini allra námsmanna - og nú er komið að því allra leiðinlegasta: að endurgreiða námslánið sem ég tók þegar ég fór sem Erasmus-nemi. Ég er samt heppin að vera orðin svona gömul. Varla get ég lengur flokkast sem ,,ungt fólk" og má því horfa á Desperate Housewives sem rétt í þessu var kynnt af þulunni sem ,,ekki við hæfi fyrir ungt fólk".
5.2.08
27.1.08
Viðgerð
15.1.08
Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn
18.12.07
Leikur
Settu nafnið þitt í kommentakerfið og…
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt…
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt…
4.12.07
Skítadjobb
Það gerist ekki sérlega margt spennandi í lífi mínu svo að ég hef ekki frá neinu stórfenglegu að segja en það var ægilega fyndið samtalið sem ég átti við ungan dreng sem afgreiddi mig fremur ólundarlega á kassa í Nóatúni síðdegis í dag eftir að ég gleymdi að biðja um poka en var búin að borga með korti:
Ég: Æi, ég gleymdi að segja að ég ætlaði að fá poka.
Ungi kassastrákurinn: Taktu hann bara.
Ég: (byrja að leita að klinki í veskinu mínu) Heyrðu, ég er hér með klink, ég borga bara fyrir pokann.
Ungi kassastrákurinn: Hvað heldurðu að það skipti máli? Ég yrði bara feginn ef þeir myndu reka mig héðan, þetta er svo svakalega mikið skítadjobb!
Ég tek fram að þetta var auðvitað miklu fyndnara real life og að ég þorði ekki öðru en að sleppa því að greiða fyrir plastpokann.
Ég: Æi, ég gleymdi að segja að ég ætlaði að fá poka.
Ungi kassastrákurinn: Taktu hann bara.
Ég: (byrja að leita að klinki í veskinu mínu) Heyrðu, ég er hér með klink, ég borga bara fyrir pokann.
Ungi kassastrákurinn: Hvað heldurðu að það skipti máli? Ég yrði bara feginn ef þeir myndu reka mig héðan, þetta er svo svakalega mikið skítadjobb!
Ég tek fram að þetta var auðvitað miklu fyndnara real life og að ég þorði ekki öðru en að sleppa því að greiða fyrir plastpokann.
1.12.07
24 ára í dag!
Sigga litla systir mín á afmæli í dag. Það er ekki lítið erfitt að velja afmælisgjöf handa stúlku eins og henni. Sigga er nefnilega með ákveðinn smekk á fötum og gengur ekki í hverju sem er. Sem betur fer hjálpaði sú stutta mér örlítið við valið á gjöfinni. Hún tók myndir af sér í fötum sem hún fílaði. Núna er vandamálið bara að velja hverja af úlpunum ég gef henni. Þær eru allar svo flottar:
Til hamingju með daginn Sigga!



Til hamingju með daginn Sigga!