18.12.07
Leikur
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt…
4.12.07
Skítadjobb
Ég: Æi, ég gleymdi að segja að ég ætlaði að fá poka.
Ungi kassastrákurinn: Taktu hann bara.
Ég: (byrja að leita að klinki í veskinu mínu) Heyrðu, ég er hér með klink, ég borga bara fyrir pokann.
Ungi kassastrákurinn: Hvað heldurðu að það skipti máli? Ég yrði bara feginn ef þeir myndu reka mig héðan, þetta er svo svakalega mikið skítadjobb!
Ég tek fram að þetta var auðvitað miklu fyndnara real life og að ég þorði ekki öðru en að sleppa því að greiða fyrir plastpokann.
1.12.07
24 ára í dag!



Til hamingju með daginn Sigga!
29.11.07
Ískalda Islandia

Óscar vinur minn benti mér á athyglisverðan greinarstúf (bls. 14) íspænska dagblaðinu 20 minutos, þar sem fjallað er um að Ísland hafi lent í efsta sæti á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd sem best er að búa í. Ekki finnst mér svo sem sérlega merkilegt að landið hafi lent svona ofarlega. Hér eru jú vandamál eins og annars staðar, þótt lífið sé flestum léttara en víða. Það sem vekur athygli mína og blandnar nostalgíutilfinningar eru athugasemdirnar sem Spánverjarnir sendu til blaðsins og voru birtar þar. Ég læt nokkar fylgja og leyfi ykkur að segja skoðun ykkar á þessu:
Við erum pottþétt miklu glaðlyndari. - Otro que no se entera
Þegar það verður hægt að fá pintxos, paellu, jamón og ólífuolíu á Íslandi, þá velti ég því kannski fyrir mér. - Gilgamensh
Ég myndi ekki vilja skipta á pínulítilli íbúð við spænsku ströndina fyrir herragarð á Íslandi. -Asd
Þeir mega nú bara eiga sig með ísjakana sína og mörgæsirnar - Robe
Einhverra hluta vegna fær þetta mig til að hugsa um hin endalausu samtöl sem innihéldu línurnar ,,Frá Íslandi? Úúúú íííískalt?"
21.11.07
Til hamingju með daginn!

Ein af allra sætustu stelpunum í bænum er tveggja ára í dag, orðin hálffullorðin. Ég er ekki viss um að hún lesi bloggið mitt enn þá en ég óska henni engu að síður innilega til hamingju með daginn! Og þér líka með einkadótturina, Edda!
(Myndinni stal ég frá móður barnsins, sorrý!)
16.11.07
Missið ekki af þessari

6.11.07
Hún á afmæli í dag

29.10.07
Osló
23.10.07
Heimsókn


11.10.07
Bible Camp
12.9.07
10.9.07
8.9.07
10.8.07
Kvart og kvein (kannski best að lesa ekki)
7.8.07
27.7.07
Klukkleikur
1. Þegar ég var lítil fannst mér gaman í ,,mömmó" en ekki hinum dæmigerða dúkkuleik. Í mínum leikjum var ég ávallt einstæð móðir á flótta, ýmist undan skattayfirvöldum eða brjáluðum barnsföður. Nánast án undantekninga flúði ég á báti og lenti í óveðri. Sigga var ekki sérlega sátt við að vera elsta barnið sem þurfti að vera ábyrgðarfullt.
2. Ég hef aldrei verið saumuð, en reyndar þurfti einu sinni að skella einu spori á tannholdið þegar dreginn var úr mér endajaxl.
3. Þegar ég var unglingur var ég skotin í Tom Hanks, sem er 25 árum eldri en ég. Mér fannst hann sætastur allra leikara.
4. Á leikskóla var ég yfirleitt ægilega þæg en þótti sá stimpill líklega eitthvað leiðinlegur þar eð ég dundaði mér á tímabili við að rífa bækur og henda þeim bak við sófa. Ég var með samviskubit yfir þessu í langan tíma en man ekki eftir að þetta hafi uppgötvast, a.m.k. grunaði engan engilinn mig.
5. Eina prófið sem ég man eftir að hafa svindlað á (fyrir utan stafsetningarpróf hjá Nebba í 8. bekk) er kristinfræðipróf í 4. bekk. Þá kíkti ég á svarið hjá Gunnari bekkjarfélaga mínum og mundi rétta svarið. Þetta hvílir enn á samviskunni.
6. Í 9. bekk fór bekkurinn minn í skólaferðalag. Við stelpurnar vorum í góðu áliti hjá kennaranum en strákarnir ekki eins. Við tókum okkur til og sprautuðum tómatsósu úr pylsusalatómatdunki á borðið og kenndum svo strákunum um. Þeir fengu skammir en við stelpurnar hlógum.
7. Þegar ég var lítil laug ég því að ég væri með ofnæmi fyrir sinnepi þar sem mér þótti það vont. Enn þann dag í dag borða ég sjaldnast sinnep, en ég er hætt að afsaka það með ofnæmi.
8. Eva vinkona mín manaði mig gjarnan upp í hluti, sem þó yfirleitt tengdust undarlegum klæðaburði eða stælum við pítsasendla. Einu sinni tókst henni þó að mana mig upp í að reyna við afgreiðslumanninn í kjörbúð hverfisins, en sá starfaði einnig sem kennari við skólann okkar. Vart kynþroska reyndi ég að sanna mig og snerti hönd afgreiðslumannsins þegar hann rétti mér afganginn. Held að það hafi verið eitthvað alvarlegt að hjá mér.
Ég klukka Hlíf, Catiu, Sigrúnu Þöll, Jónas og Magdalenu.
23.7.07
Sveitasælan
5.7.07
Torsdagsdemo við Blegdamsvej fængsel


Á hverjum fimmtudegi eru haldin mótmæli, sem mér skilst að tengist niðurrifi Ungdomshusets margumrædda. Dagurinn í dag var engin undantekning en að þessu sinni heyrðum við aldeilis vel í mótmælendum. Í hellidembu marseruðu dökkklædd ungmenni ásamt tilheyrandi lögreglumannagengi í götuna og líktist þetta einna helst líkfylgd. Talsverður hávaði fylgdi þeim en lækkað var í tónlistinni og hópurinn stoppaði fyrir utan fangelsið, sem finna má í bakgarðinum hér á Læssøesgade. Hóf þá ungur maður raust sína en sá vildi hvetja vini bak við rimla. Við Jónas hlupum milli glugganna sem snúa að götunni og eldhúsglugganum sem vísar að fangelsinu til að fylgjast með viðbrögðum fanganna, sem virtust ánægðir með heimsóknina. Égvar samt örlítið hugsi, ætli allir fangarnir sem hlustuðu á hvatningarorð svartfrakkanna og veifuðu á móti sitji í gæsluvarðhaldi vegna mótmæla? Getur ekki verið að þarna séu líka ofbeldismenn eða þjófar? Með fylgja myndir af herlegheitunum. Ef grannt er skoðað má sjá glytta (er það kannski glitta?) í fangana í gluggum fangelsisins.