Eftir leikhúsið héldum við systur í afmælisboð til Valgerðar (Til hamingju með daginn, Valgerður!) þar sem fjöldi gesta hafði safnast saman til að fagna þessum sérstaka degi. Ég skemmti mér vel við kjaftaskap, magadans og bananabrauðsát en við héldum svo nokkrar af stað niður í bæ. Hvítasunnudagur er í dag svo að flestallir skemmtistaðir lokuðu klukkan þrjú. Við létum það samt ekki á okkur fá og reyndum að njóta þeirra fáu mínútna sem okkur buðust, kíktum á Prikið og 11 (ellefu) og gengum svo aðeins um. Ég held ég hafi sjaldan séð/hitt svona marga sem ég þekki/kannast við á jafnstuttum tíma. Við hittum auðvitað tvo nordjobbara og „tvíburabróður” annars þeirra, Auði, Kollu, Pétur, sá rassapönka, Vesturbæjarrollinga og einn þriðja af árganginum mínum í Langholtsskóla. Og já...ég hitti líka gamalt blint stefnumót, allt Auði að þakka. Ég er ansi hrædd um að dagurinn í dag verði ekki jafnviðburðarríkur. Á eftir þarf ég að fara að vinna, ætla að þvo þvott og laga aðeins til. Fúlt...:(
30.5.04
Í gær átti ég fremur viðburðarríkan dag...fyrst yndislegar átta klukkustundir í Á.T.V.R. og svo skellti ég mér heim til að dressa mig upp og borða pizzu. Eftir misheppnaða fegrunartilraun mína héldum við Sigríður í Borgarleikhúsið þar sem við hittum Ölmu ömmu, Evu frænku og Elsu. Tilefnið var að við ætluðum að sjá söngleikinn Chicago. Einhverra hluta vegna var ég örlítið þreytt í leikhúsinu og fór svo að ég dottaði a.m.k. þrisvar sinnum, þar af einu sinni í rosastuðlagi. Mér fannst þetta einfaldlega ekki skemmtileg saga þótt dansarar og leikarar hafi staðið sig eins og hetjur. Tónlistin fannst mér heldur ekkert sérlega skemmtileg þótt allir hafi sungið vel. Ekki samt segja ömmu, hún bauð okkur nefnilega.
Ya no escribo nada en mi blog...una de las razones es que mi amgia estuvo de visita y el tiempo libre que tenía usé con ella. Otra es el trabajo que ocupa bastante de mi tiempo y me hace bastante estresada. Ya ha venido una parte de los nordjobbers que trabajarán aquí este verano, todos muy majos. El martes será un día bastante grande en el trabajo porque este fin de semana vendrán aproximadamente diez personas que todas estarán en la oficina ese día. ¡Qué aburrida soy! Hablo constantemente de mi trabajo. :(
Perdí la boda del príncipe español. Aquí no lo pusieron en la tele pero mi madre (una adicta a la televisión) la encontró en la televisón danesa creo y lo vio. Según ella llovía tanto que tuvieron que llevar a la pareja en coche en vez de dejarles cruzar la manta roja. También me dijo que plantaron áboles en los lugares de los atentados en Madrid, la misma cantidad de árboles que víctimas. A mí me gustaría ver algo de esa boda...¿alguien la grabó?
18.5.04
Rósa er að koma í heimsókn, ekki samt Rósa frænka eins og sumir hafa misskilið. Það verður eflaust gaman að fá hana en forvinnan er ekki skemmtileg. Síðan að prófum lauk (með smápásu á laugardagskvöldið enda þjóðhátíð júróvisjónaðdáenda) hef ég hef ég verið í þrælabúðum. Ég hóf daginn á því að fara í strætó til að hjálpa pabba við að ná í bílinn okkar upp í Kópavog. Svo keyrði ég með honum, fór með honum í búð og fleira. Klukkan fjögur hófst samt púlið. Rósa er jú afar snyrtileg stúlka og því þurfti ég að taka til í herberginu mínu og æi úr því að ég var að þessu, mála aðeins yfir gluggann í herberginu. Þetta tók LANGAN tíma en mömmu tókst samt að plata mig út í að athuga aðeins gluggann á baðinu og mála yfir hann. Glugginn var svo ógeðslegur svo að á endanum pússaði ég hann og málaði og hætti ekki fyrr en klukkan ellefu um kvöldið, uppgefin. Í gær kom ég svo heim eftir vinnu og sama tók við, þrif á öllum veggjum á baðherbergi, pússun á baðkarinu og svo mætti lengi telja. Nú þakka ég bara fyrir mér að við fáum enga þjóðhöfðingja í heimsókn á Kleppsveginn.
12.5.04
Eftirfarandi sá ég á www.esctoday.com:
„Several Operación Triunfo stars will support Ramón by attending Spanish Eurovision fiestas, organised all over Europe on 15th May, the night of the final of the Eurovision Song Contest.
In seven European capitals, the Eurovision Song Contest and the coverage by TVE will be shown on big screens. To crown it all, an Operación Triunfo star will attend each of the parties to give a performance. You can find a Eurovision fiesta in following cities:
Paris with Ainhoa
Brussels with Alejandro
Berlin with Álex
Oslo with Gisela
Stockholm with Hugo
London with Tena
Dublin with Vega"
Ég er hræðilega sár að þeir skilji Reykjavík útundan. ÉG hefði alveg verið til í að fá...alla nema Hugo hingað og hefði dansað villt í „fiestunni" hans. Skamm skamm !
11.5.04
Ok, umfjöllunin heldur áfram.
Litháen: Flott hvernig þau eru eins og á hlaupabretti í myndbandinu en það nægir ekki til að mér líki sérstaklega vel við lagið.
Albanía: Dansinn í myndbandinu er eitthvað það hlægilegasta sem ég séð og ég vona og krossa fingur að þau verði með sama „show” á miðvikudagskvöldið. Lagið er fínt og stelpan sem syngur góð. Gæti komist áfram, vona það!
Kýpur: Flott lag! Ætli stelpan sé að syngja um ís?
Makedónía: Æi ég veit ekki...ekki alslæmt en ekki mjög gott heldur. Þarfnast kannski meiri hlustunar.
Slóvenía: Æi nei.
Eistland: Mjög þjóðlegt og að vissu leyti skemmtilegt en eitthvað vantar.
Króatía: Nei, nei, nei!
Danmörk: Fjörugt og skemmtilegt, kemst örugglega áfram. Serbía og Svartfjallaland: Flott lag en kannski ekki nógu poppað til að komast áfram.
Bosnía: Fyndið lag sem hentar ágætlega til dansæfinga.
Holland: Hugljúft og bara nokkuð ágætt.
Litháen: Flott hvernig þau eru eins og á hlaupabretti í myndbandinu en það nægir ekki til að mér líki sérstaklega vel við lagið.
Albanía: Dansinn í myndbandinu er eitthvað það hlægilegasta sem ég séð og ég vona og krossa fingur að þau verði með sama „show” á miðvikudagskvöldið. Lagið er fínt og stelpan sem syngur góð. Gæti komist áfram, vona það!
Kýpur: Flott lag! Ætli stelpan sé að syngja um ís?
Makedónía: Æi ég veit ekki...ekki alslæmt en ekki mjög gott heldur. Þarfnast kannski meiri hlustunar.
Slóvenía: Æi nei.
Eistland: Mjög þjóðlegt og að vissu leyti skemmtilegt en eitthvað vantar.
Króatía: Nei, nei, nei!
Danmörk: Fjörugt og skemmtilegt, kemst örugglega áfram. Serbía og Svartfjallaland: Flott lag en kannski ekki nógu poppað til að komast áfram.
Bosnía: Fyndið lag sem hentar ágætlega til dansæfinga.
Holland: Hugljúft og bara nokkuð ágætt.
10.5.04
Jæja, nú ætla ég að tala um júróvisjónlögin í ár....kemur í pörtum.
FINNLAND: Þrátt fyrir geysilegan kynþokka söngvarans þá segi ég nei. Þetta er álíka leiðinlegt lag og flest finnsku júróvisjónlögin og kemst örugglega ekki áfram á lokakvöldið.
HVÍTA RÚSSLAND: Aldeilis kraftur í þessu lagi en ekki til að komast áfram, þetta er of skrítið til þess.
SVISS: Þetta er svo lélegt lag að það er hlægilegt.
LATVIA: Ég viðurkenni að þetta er ekkert stórkostlegt lag en ég fíla það pínulítið.
ÍSRAEL: Frekar flott hjá karli en spurning hvort það kemst áfram. Á það alveg skilið.
ANDORRA: Þetta er í dálitlu uppáhaldi hjá mér, kannski af því að mér finnst gaman að heyra lag á katalónsku. Vonandi kemst þetta áfram.
PORTÚGAL: Ágætt, bærilegt, en efast um að það komist áfram.
MALTA: Skemmtilega öðruvísi lag í Disneystíl sem kemst örugglega áfram ef höfrungarnir verða með á sviðinu.
MÓNAKÓ: Held þetta misheppnist og svo er lagið ekkert það sterkt. Samt áhlustanlegt.
GRIKKLAND: Fyrst fannst mér þetta lag frekar „pathetic” en Sigga lét mig hlusta á það um það bil hundrað sinnum og ég gat bara ekki annað en hrifist af sveiflunni. Kemst pottþétt áfram og líklega í Topp 10 á lokakvöldinu.
ÚKRAÍNA: Rosalega flott lag, mögulegur sigurvegari.
FINNLAND: Þrátt fyrir geysilegan kynþokka söngvarans þá segi ég nei. Þetta er álíka leiðinlegt lag og flest finnsku júróvisjónlögin og kemst örugglega ekki áfram á lokakvöldið.
HVÍTA RÚSSLAND: Aldeilis kraftur í þessu lagi en ekki til að komast áfram, þetta er of skrítið til þess.
SVISS: Þetta er svo lélegt lag að það er hlægilegt.
LATVIA: Ég viðurkenni að þetta er ekkert stórkostlegt lag en ég fíla það pínulítið.
ÍSRAEL: Frekar flott hjá karli en spurning hvort það kemst áfram. Á það alveg skilið.
ANDORRA: Þetta er í dálitlu uppáhaldi hjá mér, kannski af því að mér finnst gaman að heyra lag á katalónsku. Vonandi kemst þetta áfram.
PORTÚGAL: Ágætt, bærilegt, en efast um að það komist áfram.
MALTA: Skemmtilega öðruvísi lag í Disneystíl sem kemst örugglega áfram ef höfrungarnir verða með á sviðinu.
MÓNAKÓ: Held þetta misheppnist og svo er lagið ekkert það sterkt. Samt áhlustanlegt.
GRIKKLAND: Fyrst fannst mér þetta lag frekar „pathetic” en Sigga lét mig hlusta á það um það bil hundrað sinnum og ég gat bara ekki annað en hrifist af sveiflunni. Kemst pottþétt áfram og líklega í Topp 10 á lokakvöldinu.
ÚKRAÍNA: Rosalega flott lag, mögulegur sigurvegari.
8.5.04
Dentro de una hora tengo mi exámen de gramática española y no estoy segura de que salga bien. La razón por mi incertidumbre es que he estado hablando lenguas nórdicas, es decir sueco y danés durante dos días y sigo pensando en ellas. El español tiene que entrar en mi cabeza antes de que empiece el exámen. El viaje a Malmö no era a Malmö al final. El curso tuvo lugar en un centro temático (de la edad de la piedra ? ) en un sitio llamado Höör. No he mirado el mapa para ver dónde está este sitio pero he calculado que tiene que estar a 50 o 100 kilometros de Malmö, pero me dormí en el coche al volver así que no tengo ni idea la verdad. En el curso estuvimos los que vamos a trabajar para Nordjobb este verano. Era muy intersante pero también un poco difícil porque no domino el sueco pero todos los demás si (salvo los danéses claro). Desafortunadamente no podimos parar en Copenhague al volver, o eso decidimos porque en Dinamarca tenían fiesta ayer. Por lo tanto paramos en Malmö al volver y nos fuimos a unas tiendas. Yo me fui a H&M, tenía dinero pero no quería comprar nada. Creo que me pasa algo. :o/ Bueno...voy a estudiar un poco...
3.5.04
Í gær uppgötvaði ég nýja hetju, John Doe. Ef þið vitið ekki hver kauði er þá mæli ég með því að sleppa djamminu næsta föstudagskvöld og halda sig heima og horfa á Skjá einn klukkan 21. Þá hefst þessi merki þáttur. John Doe er enginn venjulegur maður. Hann er maður sem ekki veit hver hann er, uppruni hans er honum jafn óljós og...svart. Hann virðist sem sé hafa gleymt því hvaðan hann er og hver hann er, tengist ef til vill því sem sést í kynningunni, hann nakinn að detta í vatn. Get ekki útskýrt það nánar. Það sem gerir John svona frábæran að mínu mati er samt ekki fegurð nakins líkama hans, (þótt hann sé alls ekkert umkvörtunarefni) heldur sú rosalega vitneskja sem hann býr yfir. Hann veit svo mikið og er svo fljótur að hugsa að lögreglan leitar til hans í erfiðum málum, og hann þarf ekki annað en að líta á lík og þá getur hann sagt til um dauðastundu, hvernig viðkomandi var drepinn (til að mynda hvort hann var dáinn áður en hann var smurður) og svo framvegis. Einnig er hann skemmtilegur í frítíma. Þegar hann fer á bar byrjar hann ekki að spjalla um veðrið eða álíka leiðinlega hluti eins og Jón Jónsson myndi gera. Nei, John Doe kemur með fræðslumola. Til að mynda segir hann stúlkunni sem hann situr með að til að búa til hnetusmjörskrukku þurfi að meðaltali 500 hnetur og svo spilar hann á píanó. Ekki þarf að taka fram að maðurinn virðist jafnfær á öll tungumál, talar hann a.m.k. tungu Víetnama af hinni mestu snilli. Kannski hefði ég betur sleppt því að skrifa um John hér. Nú munu kvenkyns lesendur bloggsins þyrpast að John og veita mér samkeppni, hugsandi til þeirra ljúf fróðlegu kvölda sem þær geta átt með honum, spjallandi á íslensku. John Doe rúlar!