30.5.04

Í gær átti ég fremur viðburðarríkan dag...fyrst yndislegar átta klukkustundir í Á.T.V.R. og svo skellti ég mér heim til að dressa mig upp og borða pizzu. Eftir misheppnaða fegrunartilraun mína héldum við Sigríður í Borgarleikhúsið þar sem við hittum Ölmu ömmu, Evu frænku og Elsu. Tilefnið var að við ætluðum að sjá söngleikinn Chicago. Einhverra hluta vegna var ég örlítið þreytt í leikhúsinu og fór svo að ég dottaði a.m.k. þrisvar sinnum, þar af einu sinni í rosastuðlagi. Mér fannst þetta einfaldlega ekki skemmtileg saga þótt dansarar og leikarar hafi staðið sig eins og hetjur. Tónlistin fannst mér heldur ekkert sérlega skemmtileg þótt allir hafi sungið vel. Ekki samt segja ömmu, hún bauð okkur nefnilega.

Eftir leikhúsið héldum við systur í afmælisboð til Valgerðar (Til hamingju með daginn, Valgerður!) þar sem fjöldi gesta hafði safnast saman til að fagna þessum sérstaka degi. Ég skemmti mér vel við kjaftaskap, magadans og bananabrauðsát en við héldum svo nokkrar af stað niður í bæ. Hvítasunnudagur er í dag svo að flestallir skemmtistaðir lokuðu klukkan þrjú. Við létum það samt ekki á okkur fá og reyndum að njóta þeirra fáu mínútna sem okkur buðust, kíktum á Prikið og 11 (ellefu) og gengum svo aðeins um. Ég held ég hafi sjaldan séð/hitt svona marga sem ég þekki/kannast við á jafnstuttum tíma. Við hittum auðvitað tvo nordjobbara og „tvíburabróður” annars þeirra, Auði, Kollu, Pétur, sá rassapönka, Vesturbæjarrollinga og einn þriðja af árganginum mínum í Langholtsskóla. Og já...ég hitti líka gamalt blint stefnumót, allt Auði að þakka. Ég er ansi hrædd um að dagurinn í dag verði ekki jafnviðburðarríkur. Á eftir þarf ég að fara að vinna, ætla að þvo þvott og laga aðeins til. Fúlt...:(