Jæja, nú ætla ég að tala um júróvisjónlögin í ár....kemur í pörtum.
FINNLAND: Þrátt fyrir geysilegan kynþokka söngvarans þá segi ég nei. Þetta er álíka leiðinlegt lag og flest finnsku júróvisjónlögin og kemst örugglega ekki áfram á lokakvöldið.
HVÍTA RÚSSLAND: Aldeilis kraftur í þessu lagi en ekki til að komast áfram, þetta er of skrítið til þess.
SVISS: Þetta er svo lélegt lag að það er hlægilegt.
LATVIA: Ég viðurkenni að þetta er ekkert stórkostlegt lag en ég fíla það pínulítið.
ÍSRAEL: Frekar flott hjá karli en spurning hvort það kemst áfram. Á það alveg skilið.
ANDORRA: Þetta er í dálitlu uppáhaldi hjá mér, kannski af því að mér finnst gaman að heyra lag á katalónsku. Vonandi kemst þetta áfram.
PORTÚGAL: Ágætt, bærilegt, en efast um að það komist áfram.
MALTA: Skemmtilega öðruvísi lag í Disneystíl sem kemst örugglega áfram ef höfrungarnir verða með á sviðinu.
MÓNAKÓ: Held þetta misheppnist og svo er lagið ekkert það sterkt. Samt áhlustanlegt.
GRIKKLAND: Fyrst fannst mér þetta lag frekar „pathetic” en Sigga lét mig hlusta á það um það bil hundrað sinnum og ég gat bara ekki annað en hrifist af sveiflunni. Kemst pottþétt áfram og líklega í Topp 10 á lokakvöldinu.
ÚKRAÍNA: Rosalega flott lag, mögulegur sigurvegari.