18.5.04

Rósa er að koma í heimsókn, ekki samt Rósa frænka eins og sumir hafa misskilið. Það verður eflaust gaman að fá hana en forvinnan er ekki skemmtileg. Síðan að prófum lauk (með smápásu á laugardagskvöldið enda þjóðhátíð júróvisjónaðdáenda) hef ég hef ég verið í þrælabúðum. Ég hóf daginn á því að fara í strætó til að hjálpa pabba við að ná í bílinn okkar upp í Kópavog. Svo keyrði ég með honum, fór með honum í búð og fleira. Klukkan fjögur hófst samt púlið. Rósa er jú afar snyrtileg stúlka og því þurfti ég að taka til í herberginu mínu og æi úr því að ég var að þessu, mála aðeins yfir gluggann í herberginu. Þetta tók LANGAN tíma en mömmu tókst samt að plata mig út í að athuga aðeins gluggann á baðinu og mála yfir hann. Glugginn var svo ógeðslegur svo að á endanum pússaði ég hann og málaði og hætti ekki fyrr en klukkan ellefu um kvöldið, uppgefin. Í gær kom ég svo heim eftir vinnu og sama tók við, þrif á öllum veggjum á baðherbergi, pússun á baðkarinu og svo mætti lengi telja. Nú þakka ég bara fyrir mér að við fáum enga þjóðhöfðingja í heimsókn á Kleppsveginn.