21.7.04

júlífærsla

Ég er ekki ein um að vera latur summarbloggari það er nokkuð ljóst en ég ætla engu að síður ekki að nýta það sem afsökun enda hefur þetta sumar verið nokkuð viðburðaríkt og mér finnst vinnan mín svo áhugaverð að ég tala stanslaust um hana. Leiðinlegt að ég leyfi ekki blogglesendum að njóta eða hvað? Síðustu helgi fórum við í raftingferð norður í Varmahlíð. Alls vorum við 47, ótrúlegur fjöldi og þetta heppnaðist allt vel. Reyndar var ég á báti með algjörum gungum og við hentum því engum í vatn eða dönsuðum mikið á gúmmíbátsborðinu en þetta var samt skemmtilegt og ég var stolt af einni stelpunni sem er afskaplega vatnshrædd en lét sig hafa það að koma með og hafði gaman af. Við gistum á Blönduósi og til allrar lukku rigndi ekki, ótrúlegt en satt. Ég á erfitt með að gera upp við mig hvort hápunktur ferðarinnar hafi verið raftingferðin sjálf og stökkið niður af klettinum (vel á minnst, það var skelfileg lífsreynsla) eða barferðin okkar um kvöldið. Þá fór ég ásamt danskri stelpu, Íslendingi og fleirum á lítinn bar í bænum sem væri ekki í frásögu færandi nema vegna þess að ég var íklædd vindbuxum, regnjakka, flíspeysu, ullarhúfu og þessum líka fallegu bláu gúmmístígvélum með límbandi á. Í þessari múnderingu skellti ég mér í dans ásamt heimamönnum...aldeilis gaman :)