3.7.04
Talandi um fall sökum fíknar
Við Sigga erum orðnar mjög sólgnar í harðfisk og eyðum stórum fúlgum í þetta gæðasnakk í viku hverri. Yfirleitt förum við bara í hverfisbúðina en við látum okkur dreyma um góða harðfiskinn sem ég hef keypt í Kolaportinu tvisvar sinnum. Í annað skiptið sem ég fór heilsaði konan mér „hæ” og brosti en ég ímyndaði mér að hún væri svona ung og „hipp” í sér að hún væri farin að heilsa á þennan máta. Í dag þegar ég fór í Kolaportið komst ég að því að ég hafði rangt fyrir mér. Konan heilsaði aftur jafnkumpánlega og ræddi við mig um síðustu kaup mín. Það er ekki nóg með það að ég sé orðin fastakúnni á videóleigunni heldur líka í harðfiskshorninu í Kolaportinu. Hæfir þetta 23 ára gamalli stúlku?