6.10.04

Kennsluleysi

Já, thad er algjort. Sídan kennsla hófst sídastlidinn fimmtudag er ég búin ad fara í einn og hálfan tíma og í thessum eina maetti kennarinn tuttugu mínútum of seint. Skipulagsleysid virdist vera talsvert. Í gaer aetladi ég ad fara í finnskutíma (til ad gera eitthvad odruvísi) en kennarinn maetti ekki. Samnemendur mínir maettu aftur á móti, fimm pínulitlar stelpur, thar af ein í Metallicabol. Fyrir utan thad ad vera smávaxnar, thá eru thaer líka fremur ungar, held ég. Mér leid a.m.k. eins og ég vaeri snúin aftur í menntaskóla. Indael tilfinning samt og ég vona ad kennarinn sýni sig einhvern tímann svo ad ég geti byrjad ad blogga á finnsku...ha ha ha...thetta var lélegt grín. Fyrir utan tilraun til finnskunáms í gaer, fór ég út ad borda med Kjartani (íslenskur Erasmusstrákur) og tveimur fronskum stelpum, Clarisse og Emilie. Thaer eru mjog fínar; hrifnar af eftirréttum og vilja fara á Real Madridleik til ad horfa á David Beckham í stuttbuxum, stúlkur ad mínu skapi.