7.2.05

La vida es una mierda (ekki sammála Jordi)

Fúff, ég er threytt og fúl núna. Ég var ad koma úr málvísindaprófi. Vonandi skreid ég. Prófid var fremur erfitt. Ad prófi loknu var ég algjörlega eftir mig en tókst samt ad skreidast upp á 3. haed til ad skoda einkunn í setningarfraediprófinu sem átti ad vera komin. Kannski sem betur fer var hún ekki komin. Ég datt naestum thví sökum thess hversu ég skalf í fótunum. Framundan er vinna vid ritgerd en einhverra hluta vegna fae ég mig ekki til thess ad byrja. Langar bara ad leggjast upp í rúm og sofa. Thad aetti ad banna mér ad taka próf klukkan níu á morgnana, sérstaklega thegar skólinn minn er uppi í sveit.
Til ad taka upp léttara tal thá hló ég nú talsvert í gaer thegar ég gekk fram hjá tveimur mönnum í götunni minni. Thad vaeri ekki í frásögu faerdandi nema vegna thess ad thegar ég gekk fram hjá theim í annad skiptid (til ad snúa til baka úr búdinni) heyrdist í theim: ¡Ahhh, rubia! sem á íslensku gaeti útlagst úúú, ljóska. Thegar ég kom heim rannsakadi ég hvort ég hefdi vaknad ljóshaerd thennan daginn og ekki tekid eftir thví en svo var ekki. Litblinda virdist vera alvarlegt vandamál medal karlmanna thessa lands.