7.2.05

Stelpukrísis (lesist adeins í leidindum)

Ég aetti nú ad fara ad haetta ad blogga svona mikid, thetta er allt svo hraedilega leidinlegt. Engin fögur loford um bloggfrí í bili samt. Thessi faersla er raunar adeins skrifad af thví ad Kaká er svo lengi í tölvunni. Kannski ég aetti ad tileinka honum hana?
Para Kaká, in memoriam (ok, óvideigandi)
Ég var ad spá hvad stelpur eru alltaf í thví ad pína sjálfar sig. Nú er ég ekki bara ad tala út frá eigin reynslu, heldur bara kvenfólkinu sem er í kringum mig. Thad virdast allir vera hálfmidur sín thessa dagana, ýmist bara almennt pirradir á lífinu og tilverunni eda út af einhverju (helvítis) strákastandi. Er ástaedan sú ad stelpur eru svo oft fullar af draumum (kannski bara vid fiskarnir?), hugsa hradar en hitt kynid og vita ekki hvad thaer eiga vid tímann sinn ad gera? Held ad thad sé svo í mínu tilfelli (nema kannski thetta med ad hugsa hradar, ég geri allt á mínum sniglahrada) ég leik mér ad thví ad kvelja sjálfa mig út af einhverju sem ekki er thess virdi ad paela í einu sinni. Hédan í frá vil ég vera sjálfstaed stelpa sem tharf ekki á ödrum ad halda til ad lifa af...(vá, ég er undir áhrifum frá ónefndu bloggi)...jú, reyndar mun ég alltaf thurfa á vinum mínum ad halda. Nú aetla ég ad vera kát, njóta lífsins (skrifa ritgerd) og fara heim til Íslands. Vúhú!
Annars stafa thessar thunglyndislegu faerslur eflaust bara af thví ad í dag er bolludagur og ég fae enga bollu. Heppin samt ad vera bolla sjálf...naga kannski á mér neglurnar í kvöld.