21.9.05

Klukkuð: Skammarlegar staðreyndir eða ekki

Jæja, ég var víst klukkuð og verð að taka því, og ekki bara einu sinni heldur tvisvar, nei þrisvar. Það þýðir þó samt ekki að ég þurfi að skrifa fimmtán staðreyndir er það? Nei, látum fimm nægja. Takk Freyja, Jónas og Barcelonadrottning! Reyndar skammast ég mín ekkert að ráði fyrir neitt af þessu nema það fyrsta.

1. Ég hlusta næstum bara á FM957 þessa dagana. Áður fyrr skipti ég mikið yfir á aðrar rásir en núna finnst mér næstum öll tónlistin á FM957 vera skemmtileg og hlusta bara á þá rás.

2. Þegar ég var lítil var ég ofsalega þægt barn, nema þegar ég reif bækur bak við bekk á Brákarborg með leikskólavini mínum. Þetta var ábyggilega það eina sem ég gerði af mér á opinberum vettvangi fyrstu árin.

3. Um það bil átta ára gömul fékk ég lægstu einkunn sem ég hef fengið hingað til, einn fyrir baksund. Kennarinn sagðist bara gefa mér einn af því að ég reyndi. Þetta var annars bara byrjunin á glæstum sundferli mínum.

4. Ég er með appelsínugula beltið í júdó og lyftarapróf.
5. Fjölskyldan mín stundaði það þegar ég var yngri að halda miðnæturpartý, þá bjuggum við til samlokur í samlokugrillinu okkar og dönsuðum við tóna Kim Larsens og annarra snillinga tónlistarsögunnar.

Ég skora á Cliff Cool, Siggu og hinar Djékádúfurnar, Jordi, Arroaz og Elías að skrifa um sig. (ARROAZ & Jordi: this is an order, write the same kind of list of five facts about you, preferably shameful in your blogs :o) )