Nei, eigum við nokkuð að vera með svoleiðis neikvæðni? Þótt ekki margt frásagnarvert hafi á daga mína drifið að undanförnu, hef ég engu að síður haft það ágætt. Ef til vill er best að nýta stikkorðafrásagnarmátann um allt það sem ég hef tekið mér fyrir hendur að undanförnu:
- Farið á frábæra tónleika hjá feimnasta tónlistarmanni Svíþjóðar, José González. Það var varla að hann þyrði að kynna lögin.
- Snætt humar og aðra dásamlega rétti á tapasbarnum íklædd rósóttum kjól frá Ösp.
- Lent í eignardeilu við móður mína um rúmið mitt. Það er bara svo þægilegt!
- Farið í sumarbústað til að funda og sofnað á fundinum, já steinsofnað.
- Rúntað um Akranes um miðjan dag á laugardegi og átt erfitt með að finna réttu leiðina í þokunni og spurt tvo sérkennilega karlmenn með bjórflösku í hendi vegar þar sem þeir sátu og spjölluðu í bifreið sinni.
- Horft á lokin í keilumóti og fengið ókeypis í keilu á eftir. Tapaði svo fyrir Valgerði í kvennaflokki eftir öfluga lokabaráttu.
- Farið á skauta með sex ára vini mínum, sem sagðist eiga japanska bekkjarsystur, sem hefði verið seld. Spurning að lögreglan fari að kanna mansal í Fossvoginum?
- Farið á Café Óliver og stutt þá skoðun mína að sá staður sé lítið spennandi.
- Hitt menn í röð á hamborgarabúllu, sem allir héldu bæði mig og Ösp undir tvítugu.
- Rætt við leigubílstjóra alla leiðina heim um aðgerðir er farþegar æla í bíl. (Þær eru víst mjög einstaklingsbundnar, hver bílstjóri hefur sína reglu. Bílstjórinn minn sagði mér samt ljóta sögu af bílstjóra, sem lenti illa í því þegar farþegi kastaði upp yfir innréttinguna. Óheppinn sá!)
- Ákveðið að fara að læra frönsku.
- Borðað andstyggilegar reyktar tófúbollur og heitið því að snæða slíkt ekki aftur.
Segið svo að líf mitt sé ekki spennandi!
28.3.06
22.3.06
20.3.06
Sálufélagi í sjoppu
Ég er farin að vera jafnlöt og bloggarar, sem ég gagnrýndi áður, og skammast mín ekki einu sinni fyrir það. Kannski þetta verði eins og með pennavinina. Í upphafi var ég svo spennt að fá bréf að pennavinir mínir fengu svar afar fljótt, ætíð skrifað sama dag og ég fékk bréfið frá þeim en undir lokin hætti ég hreinlega alveg að skrifa og gaf ekki einu sinni skýringu. Nennti þessu hreinlega ekki lengur. Nú er þó svo komið að ég hef ekkert að segja. Líf mitt er orðið rútínukennt, ég vakna, fer í vinnu, fer heim úr vinnu, hvíli mig eða hitti mögulega vini, ef ég þarf ekki að vinna meira, hangi í tölvunni og fer aftur að sofa. (Ég tek það ekki fram en vitanlega eyði ég löngum stundum í át líka.) Þetta er tæplega frásagnarhæft, því miður.
Helginni eyddi ég í Munaðarnesi í þeim tilgangi að funda með stjórn Nordklúbbsins. Oft eru ferðalög gott efni í frásögn, en þetta ferðalag átti fáa spennandi hápunkta. Við keyrðum reyndar um Akaranes í leit að strætóstoppustöðinni en sáum eiginlega ekki neitt fyrir þoku. Einnig borðuðum við vonda borgara í Hyrnunni og böðuðum okkur í heita pottinum. Fundurinn var reyndar ágætur, mikil umræða, þótt skömmin ég hafi sofnað eftir að hafa sagt við krakkana: Ég er ekki sofandi, bara með lokuð augun að hlusta. Ekki alveg! Í kvöld fór ég svo í bíó í góðum félagsskap og eftir bíóið gerðist loksins nokkuð frásagnarhæft. Ég fann sálufélaga minn! Sá vinnur í sjoppu í Vesturbænum og sagðist því miður vera búinn með allt venjulegt kók og aðeins eiga ógeðslegt dietdrasl eftir, og sagði það með virkilegum andstyggðartóni. Svo gaf hann ríflega í bland í poka. Ætli þessi maður sé andstæðingur heilsufríka? Ég held að við gætum átt samleið í lífinu og ég hefði eflaust beðið hans á staðnum, ef ekki hefði verið fyrir ungan aldur hans. Ég verð líklega að bíða í tvö, þrjú ár, þangað til hann verður átján ára.
Helginni eyddi ég í Munaðarnesi í þeim tilgangi að funda með stjórn Nordklúbbsins. Oft eru ferðalög gott efni í frásögn, en þetta ferðalag átti fáa spennandi hápunkta. Við keyrðum reyndar um Akaranes í leit að strætóstoppustöðinni en sáum eiginlega ekki neitt fyrir þoku. Einnig borðuðum við vonda borgara í Hyrnunni og böðuðum okkur í heita pottinum. Fundurinn var reyndar ágætur, mikil umræða, þótt skömmin ég hafi sofnað eftir að hafa sagt við krakkana: Ég er ekki sofandi, bara með lokuð augun að hlusta. Ekki alveg! Í kvöld fór ég svo í bíó í góðum félagsskap og eftir bíóið gerðist loksins nokkuð frásagnarhæft. Ég fann sálufélaga minn! Sá vinnur í sjoppu í Vesturbænum og sagðist því miður vera búinn með allt venjulegt kók og aðeins eiga ógeðslegt dietdrasl eftir, og sagði það með virkilegum andstyggðartóni. Svo gaf hann ríflega í bland í poka. Ætli þessi maður sé andstæðingur heilsufríka? Ég held að við gætum átt samleið í lífinu og ég hefði eflaust beðið hans á staðnum, ef ekki hefði verið fyrir ungan aldur hans. Ég verð líklega að bíða í tvö, þrjú ár, þangað til hann verður átján ára.
7.3.06
Til hamingju Ísland...nei mamma!
6.3.06
Poca vida
Hoy ha sido un día raro. He empezado yendo al dentista, pero dándome cuenta mientras esperaba que no tenía hoy la cita sino el miércoles. El día pasó rápido en el trabajo y trajo las buenas noticias que mi amiga Freyja va a trabajar en la misma oficina durante dos meses este verano. Hurra!!! A las tres tuve una reunión en un café en el centro y al salir se me olvidó pagar así que una de las chicas de la reunión tuvo que pagar mi cuenta. He cocinado (la cosa más rara de todo el día) y luego fui con mis amigos a un café donde pasamos la noche haciendo metáforas de pollas y coños utilizando hamburguesas, salchichas y melones. Qué vida más interesante! Lo más curioso hoy tiene que ser el email que acabo de recibir a mi dirección de la universidad. Es de un tío polaco que me pregunta sobre un cantante que participó en la preselección de eurovision. Quiere más información y no la encuentra así que decidió escribirme para pedirla. Y luego dicen que yo tengo poca vida...
4.3.06
Leiðin að hjarta mínu
The Keys to Your Heart |
In love, you feel the most alive when your partner is patient and never willing to give up on you. You'd like to your lover to think you are stylish and alluring. You would be forced to break up with someone who was emotional, moody, and difficult to please. Your ideal relationship is lasting. You want a relationship that looks to the future... one you can grow with. Your risk of cheating is zero. You care about society and morality. You would never break a commitment. You think of marriage as something that will confine you. You are afraid of marriage. In this moment, you think of love as something you don't need. You just feel like flirting around and playing right now. |
1.3.06
Útskriftin mikla
Ég útskrifaðist úr Háskóla Íslands um helgina og heimsótti mig margt góðra manna bæði um daginn og eins um kvöldið, sem ég raunar eyddi heima hjá Kjartani, samútskriftarnema mínum. Veisluhöld heppnuðust vel og höfðu ónefndir skiptinemar orð á því að hið annars fremur rólega partý, sem Kjartan hélt, hafi verið SVAKALEGT og góð mynd af því hvað Íslendingar skemmta sér villt. Það er erfitt að dæma um hvað hafi verið besta gjöfin, en þessar koma til greina:
Ástarsögur frá Völlu og Ingu. Ég hlakka sérstaklega til að lesa Heppilegt fórnarlamb og Föðurímyndin.
Allar stelpur verða að eiga Birgittudúkku. Ég er mjög fegin því að hún kemur með viðeigandi skarti. Það hefði verið hræðilegt ef dúkkan hefði komið með óviðeigandi skarti, fólk myndi líta mig hornauga þegar ég geng með hana um miðbæ Reykjavíkur.
Þótt veislan hafi verið að mörgu leyti vel heppnuð, þá voru ekki allir jafnglaðir. Þessi litli strákur varð skíthræddur þegar Kjartan hóf að strippa fyrir veislugesti:
Hann var samt duglegur og fór ekki að gráta. Þessi hörkutól horfðu aftur á móti bara á Kjartan yfirvegaðar og nutu þess að sjá hann hrista bossann framan í gestina, kannski örlítið hneykslaðar.
Veislunni lauk á kristilegum tíma, án alvarlegra óhappa (Mér tókst ekki einu sinni að hella niður, brjóta flösku, gleraugu eða neitt í þeim dúr) og allir voru kátir í lok veislunnar. Takk kærlega fyrir mig!