8.5.06

Norrænt sambýli

Hefur þig alltaf langað að eiga lítinn bróður? Þarftu að bæta dönskuna þína vegna starfa erlendis? Ertu farinn að ryðga í finnskum gufubaðsvenjum? Er þá ekki tilvalið að bjóða lausa herbergið á heimili þínu til leigu til geðugs nordjobbara? Ég bið alla, jafnt konur sem karla, að kanna hvort þeir þekki einhverja sem eru tilbúnir að leigja ungu norrænu fólki, sem kemur hingað til lands til vinnu í nokkrar vikur eða mánuði og græða þannig örlitla peninga. Nauðsynlegt er að húsnæðinu fylgi aðgangur að eldhúsi, þvottaaðstöðu og baðherbergi. Þekkir þú einhvern sem gæti verið að leita að meðleigjanda, leigjanda eða grænlenskri systur, hafðu þá samband við mig á alma@norden.is