10.10.06

Dásamleg sambúð (formáli)

Þrátt fyrir að hafa flutt af óðalssetrinu á Kleppsvegi í júní, hefa lesendur þessarar síðu ekki fengið að heyra um dásemdir nýja bústaðar míns. Núna bý ég sem sé í herbergi nærri Ráðhúsi Reykjavíkur, í fallegustu götu Reykjavíkur, að mínu mati. Síðan ég flutti hefur fólk komið og farið; hér hafa búið um skeið Svíi, Íslendingur, bandarísk stúlka, Finni, strákur frá Kanada og svo Ítali, flestallt hið indælasta fólk. Í byrjun hausts breyttist þjóðernisskiptingin í íbúðinni og íbúðin er hætt að vera stúdentaíbúð. Núna búum við hér spænsk stelpa, ítalskur strákur og Pólverji. Í gær bættist svo við spænsk stelpa, sem mun flytja í herbergi Ítalans þegar hann fer um næstu mánaðamót.