Ég er ekki viss um að boðskapur Biblíunnar verði í hávegum hafður framvegis hjá ungfrú Ölmu Sigurðardóttur. Eftir prófið áðan fór ég í bankann að bjarga nokkrum hlutum vegna vinnunnar. Meðan ég stóð hjá gjaldkeranum og beið eftir að hún millifærði kom inn í bankann eldri kona, sem virtist afar áttavillt og eiga bágt, enda fann hún ekki verslunina Verið. Ég reyndi að koma skvísunni til aðstoðar og útskýra fyrir henni hvar búðin væri, þótt ekki væri ég alveg viss. Ég benti í áttina og fór að lokum út (búðin er í 50 metra fjarlægð) og sýndi henni, en hún skildi ekki og spurði hvort það væri beint áfram (sem það var ekki). Ég neitaði því og þá öskrar kvensan: ,,HVAÐ ÞÁ?". Ægilega huggulegt.
Ég kláraði eina prófið mitt í dag og ætla á morgun til Glasgow. Þar verður peningum eytt geri ég ráð fyrir. Vonandi sækir ekki að mér skosk níska eða sú níska sem virðist hlaupin í Jónas. Hann sagði mér í skilaboðum að hann hefði eytt 30 krónum í morgunmat; líter af vatni, banana og hnetur, en að hann hafi verið hlunnfarinn í viðskiptum sínum við hnetusölumanninn. Vildi hann borga minna? Ég held að ég muni eyða aðeins meiru í Skotlandi.
13.12.06
11.12.06
Vettlingar og vonska

Út í annað léttara þá bendi ég vinum og ættingjum á þessa bók, sem móðir Norðmannsins skrifaði. Langar einhvern í hana í jólagjöf? Mamma? Sigga? Pabbi? Ég væri a.m.k. sjálf til í að kunna að prjóna jafnflotta vettlinga og finna má á forsíðunni.
9.12.06
Sætir strákar

Annars hugðist ég kynna fyrir lesendum bloggsins míns hverjar verða vistarverur mínar í Kóngsins Kaupmannahöfn. Ég er sem sé búin að finna mér íbúð, sem liggur mjög nálægt Sankt Hans Torv, nánar tiltekið við Læssøesgade. (Gatan mín er sú sem sýnd er með bláu striki) Í fyrsta sinn á ævi minn mun ég búa alein og raunar í frekar stórri íbúð, 47 fermetrum alls. Salernið er örsmátt (sturtuaðstaðan leiðinleg) og eldhúsið lítið en svo er eitt frekar stórt herbergi og nokkuð rúmgóð stofa. Ég er þegar farin að taka á móti pöntunum á gistingu.
6.12.06
Það lifir, það lifir, það lifir enn
Kannski er þetta blogg að deyja, kannski ekki. Ég bara gat ekki staðist að vekja athygli á því að líklega er nauðsyn þess að styrkja íslensk ungmenni frekar til náms enn meiri en ég gerði mér grein fyrir í upphafi. Við að lesa þessa frétt á mbl.is varð ég ekki aðeins sannfærð um þörf þess að Lánasjóðurinn láni fyrir skólagjöldum í grunnnámi og leiðrétti grunnframfærslu ákveðinna hópa. Ég áttaði mig einnig á því að stór þörf er á því að kenna ungu háskólafólki íslenska tungu:
Sjóðnum vantar aukið fjármagn til að gera nauðsynlegar breytingar.
Ef til vill er réttast að þessum 90 milljónum verði eytt í að kenna landsmönnum móðurmálið. Ég fæ illt í augun af að lesa þetta. Eina sem gæti afsakað þetta er að tilkynninguna hafi skrifað áhugamanneskja um frjálsa þróun íslenskrar tungu. Ég leyfi mér þó að efast um það. Úff, ég gat bara ekki staðist mátið að benda á þetta.
Sjóðnum vantar aukið fjármagn til að gera nauðsynlegar breytingar.
Ef til vill er réttast að þessum 90 milljónum verði eytt í að kenna landsmönnum móðurmálið. Ég fæ illt í augun af að lesa þetta. Eina sem gæti afsakað þetta er að tilkynninguna hafi skrifað áhugamanneskja um frjálsa þróun íslenskrar tungu. Ég leyfi mér þó að efast um það. Úff, ég gat bara ekki staðist mátið að benda á þetta.