11.12.06

Vettlingar og vonska

Oft fá fréttir af heimsmálunum mig til að andvarpa og stundum einnig innlend mál. Þetta fær mig eiginlega bara til að gráta. Ég get vissulega skilið að fólk verði pirrað yfir að sú leið sem það planar að aka sé lokuð, en þvílíkur dónaskapur og sá er rætt er um á stærstu fréttavefritunum er mér algjörlega óskiljanlegur. Sérstaklega þegar fólk sér hve alvarlegt slys hafði orðið. Stundum held ég að vanti í fólk. Er virðing fólks fyrir lífi annarra svona takmörkuð?

Út í annað léttara þá bendi ég vinum og ættingjum á þessa bók, sem móðir Norðmannsins skrifaði. Langar einhvern í hana í jólagjöf? Mamma? Sigga? Pabbi? Ég væri a.m.k. sjálf til í að kunna að prjóna jafnflotta vettlinga og finna má á forsíðunni.