Við Oliver, Jónas og Skibber héldum til Falster einn sunnudaginn og drukkum kaffi á nokkrum heimilum og borðuðum svo kvöldmat á afar huggulegum veitingastað við þjóðveginn.
Aldrei hef ég fengið jafnógeðslegan mat og þar. Ég er ekki viss hvort var ógirnilegra, fitulöðrandi skinkusnitselið sem strákarnir borðuðu eða ógeðslegi fiskurinn sem ég fékk. Jónas fékk svo vinstúlku sína í heimsókn. Gleðin var mikil það kvöldið eins og sjá má.
Þetta er kirkjan í Elmelunde á Møn en þar í þorpi gistum við Jónas. Ægilega var það huggulegt. Møn er þess utan ægilega falleg, fullt af sætum bæjum og fallegri náttúru.Jónas féll algjörlega fyrir þessu tréi. Þau skrifast á núna. Ég aftur á móti var algjörlega ástfangin af ströndinni sem sést þarna fyrir neðan og við gengum því niður alla hlíðina, ég á spariskónum. Alltaf gott að vera vel búin á ferðalögum.