28.4.04

Nú, meira en nokkurn tímann, er ég viss um að ég sé engin íþróttastelpa. Lengi hefur staðið til hjá mér að byrja í líkamsrækt. Ég setti mér það takmark fyrir löngu síðan að byrja þegar Laugar myndu verða tilbúnar, svo rann sá dagur upp, allt of snemma, og ég ákvað að fresta ræktinni aðeins. Ég ætlaði mér svo nokkrum sinnum að fara en ekki varð úr fyrr en um helgina að ég keypti kort á tilboði hjá Baðhúsinu. Að sjálfsögðu byrjaði ég með trompi, strax á sunnudag skelltum við systir okkur í Sporthúsið þar sem við skelltum okkur aðeins á hlaupabretti og þrekhjól, kíktum á tækin og enduðum þetta svo með skvasstíma. Það var hressandi en daginn eftir leið mér eins og vörubílstrukkur hefði keyrt yfir mig. Engu að síður ákvað ég að standa við plön mín og fór í leikfimitíma í Baðhúsið daginn eftir. Það var á mánudaginn. Núna er miðvikudagskvöld og ég finn enn þá mjög vel fyrir harðsperrunum sem ætluðu mig að drepa í gær. Ég gat varla gengið. Svo talar fólk um hversu hollt það sé að fara í líkamsrækt...
Til hamingju með daginn Eddpedd!

26.4.04

Úff, það ætti að banna málningarframkvæmdir á prófatímum. Ég sit í Árnagarði og er að kafna úr ógeðslykt og er ábyggilega á góðri leið með að mynda öndunarsjúkdóma í lungum mínum. OJ OJ OJ! Annars vildi ég bara benda fólki á linkinn „Lítil kríli skrifa" hér til hliðar, þar má finna íslenska útgáfu af færslu minni frá 23. apríl síðastliðnum. Njótið vel!

25.4.04

Ég held ég muni aldrei, aldrei aftur taka námskeið sem hefur eitthvað heimspekitengt í titlinum. Næstkomandi miðvikudag er ég að fara í forspjallsvísindapróf og ég er satt best að segja að mygla úr leiðindum og þó er ég aðeins búin að lesa 10% af því sem ég hefði átt að vera búin að lesa. Þetta er eitthvert það leiðinlegasta lesefni sem ég veit um, leiðinlegt að lesa það en enn þá verra að þurfa að leggja þetta leiðindakvak á minnið. Hjálpi mér allir heilagir...núna og í prófinu!

23.4.04

Mi madre se fue a Escocia durante unos días. Por lo tanto sólo había tres personas en casa; mi padre, mi hermana y yo. Nunca me había dado cuenta de la importancia o más bien la influencia que tiene mi madre en casa. Nuestro piso suele ser bastante ordenado y ahora sé que eso es por mi madre. Ella se fue a Glasgow el jueves por la mañana antes de que nos levantamos nosotros. La primera pista de que algo había cambiado era que nadie hizo su cama aquella mañana. Era como una cosa automática causada por la ausencia de la figura madre. Lo segundo era que cuando cenamos mi padre no comía lo mismo que normal. Cuando está mi madre, él suele comer un poco de verduras, patatas o algo parecido aunque de verdad sólo le guste la carne. Esta vez mi hermana notó que lo único que tenía mi padre en su plato era carne, mucha carne y le preguntó lo mismo que suele preguntarle mi madre: Papá, ¿no quieres un poco de ensalada, o patatas? En vez de echarse un poco en el plato como suele hacer cuando pregunta mi madre, mi padre le dijo NO a mi hermana y le explicó que así le gusta la comida, sólo carne sin nada de esas cosas extra que a nadie le gustan. Ahora que ha vuelto mi madre me da mucha ilusión cómo será el comportamiento de mi padre en la cena. :)

22.4.04

GLEÐILEGT SUMAR!!
Hoy es el primer día de verano en Islandia y sorprendendemente no es un día de mucho frío, no hace viento y no llueve. ¿Qué pasa? ¿Va a ser un día de verano de verdad? Nah...no puede ser.
Ég trúi því ekki að dagurinn í dag verði svona sumarlegur...

20.4.04

Hay marineros franceses en Reykjavík. Los vi corriendo por la playa...intentando hacer aún más bonitos sus cuerpos....mmmmm...me voy al centro...:)
Það eru franskir sjóliðar í bænum!!!!!!! Sá nokkra þeirra skokka meðfram sjónum...ekkert slæm sjón. Farin í bæinn...-Alma-
Fotos / Myndir:
Son fotos del pasado viernes...muy raras, no digo nada más. Pulsad "fotos" para verlas.
Þetta eru myndir frá síðastliðnum föstudegi...mjög skrýtnar, segi ekki annað. Smellið á "myndir" til að skoða.
Ég er að fara í munnlegt ítölskupróf. Það eina gagnlega sem ég er búin að gera var að hitta Elías í gær og æfa mig svolítið (við hittum líka einhvern Ítala sem spjallaði pínulítið), þess utan ekkert nema að hlusta á ítalskar hlustunaræfingar fram og til baka. Það er að gera mig klikkaða!

19.4.04

He decidido empezar a escribir de vez en cuando en castellano en mi blog. Así practico el idioma y mis amigos que no hablan islandés lo podrán leer. También es una oportunidad para usar mi nuevo diccionario "el Sohez" y así aprender nuevas palabras. Volví de Madrid hace unos días. Como no tengo mi primer examen hasta mañana (italiano hablado), he pasado los últimos días trabajando un poco, tocando me los huevos y estudiando poco. No sé cómo aprobaré los examenes. Parece que mi madre está volviéndose loca. No sé qué es lo que le pasa, quizás echa de menos a mi hermano, o más bien, echa de menos el poder molestarle todo el rato. Como él se ha ido de casa, ella ahora tiene tanta engergía extra que usa para sus locuras. Nunca ha sido una madre normal pero antes no pasó todas las mañanas intentando molestar a mi hermana, dándole abrazos, besos y diciéndole lo guapa que está. Los que conocen a mi hermana saben que le cuesta mucho levantarse por la mañana y nadie, sí NADIE habla con ella antes de las once de la mañana. El otro día mi madre me estaba hablando y me dijo una cosa muy rara, algo a que no estoy acostumbrada para nada. Yo le dije que tenía hambre o algo parecido y me contestó diciendo: Éttu skít y sonriendo. Éttu skít, para los que no entienden esa frase no tan bonita, significa más o menos que te comas la mierda. Estoy preocupada, no digo nada más. :)

18.4.04

Fyrir þá sem hyggja á ferð um Danaveldi bendi ég fólki á að taka eftirfarandi orðum ekki brosandi: (leiðréttingar velkomnar)
møgfisse
stodder
klamme so
fede perkersvin
dumme kælling
slap fisse
finke
tudefjæs
spasser
spade
skiderik
møgunge
røvhul
idiot
horeunge

16.4.04

Jæja, ég er snúin aftur af Íberíuskaga, sátt með vel heppnaða ferð. Satt best að segja gerði ég ekkert sérlega spennandi, það var nóg fyrir mig að hitta vini og kunningja, hlaupa udan sprengjum og slappa dálítið af...og já, versla örlítið. Þessi ferð hjálpaði mér við framkvæmd þjónustukönnunar Icelandair, enda í þriðja skiptið á árinu sem ég flýg með þeim og í þetta sinn gat ég borið þá saman við Iberia. Flugið út til London var mjög ljúft enda sat ég ein í röð og svaf svo að segja allan tímann eða dormaði og reyndi líka að skilja Spánverjana sem sátu fyrir aftan mig. Iberiuflugið var einnig ágætt, maðurinn sem sat við hliðina á mér var ósköp indæll og strákurinn hans ekkert svo óþolandi. Þar að auki var einn flugþjónninn fremur myndarlegur. Og já...ein flugfreyjan bar eftirnafnið Chocolate, eftir því sem mér best heyrðist. En þau örlög. Ekki myndi ég vilja þurfa að kynna mig: Sæl, Alma heiti ég Súkkulaði. Flugið heim var ekki eins notalegt. Ég sat við hliðina á þremur; þéttvaxinni miðaldra konu, ungum manni og litlu barni. Ég held að þetta hafi verið Brasilíubúar. Barnið var raunar yndislegt, brosti út í eitt og öskraði aðeins á kortersfresti. Líklega hefur konan samt verið dálítið hrædd við mig; ég las í bók, brosti og geiflaði mig framan í barnið og dottaði með reglulegu millibili. Hef eflaust virkað hálfspes. Flugið heim var svo fullt af Íslendingum. Mér finnst ekkert óhuggulegra eftir ferð fjarri heimahögunum að koma á flugvöllinn og heyra íslenskar raddir úti um allt. Flugið var fullt og maðurinn sem sat við hliðina á mér geymdi rauðvínsflösku í klofinu (til að verma hana?? ekki spyrja mig) og nuddaðist óþægilega utan í mig. OJJJJJ! Það var samt mjög fyndið í upphafi flugs þegar flugfreyjan gerði mistök í kallkerfinu, hún mundi ekki nafn flugstjórans og hóstaði svo og hóstaði. :) Það þarf lítið til að kæta mig eftir að hafa hangið margar klukkustundir á járnbekk á Heathrow, nærð á engu öðru en Burger Kingógeði. Ég held ég fljúgi bara beint héðan í frá.

6.4.04

Bendi fólki á tengil að síðu Margrétar hinnar fallegu, hér til hliðar (Meggthepegg), stórskemmtileg lesning!

4.4.04

Þrátt fyrir að hafa átt bærilega viðburðarríka síðustu viku, hef ég ekkert sagt frá henni á þessu ágæta bloggi mínu. Kannski ég bæti aðeins úr því. Á þriðjudaginn fór ég í veisluna til ítölskukennarans, einstaklega fyndin veisla.....þarna var auðvitað samankominn hópur af mjög ólíku fólki og stemmningin afskaplega undarleg. Veitingarnar voru reyndar glæsilegar og kennarinn sýndi frábær tilþrif í að þjappa hópnum svolítið saman, fyrst með því að dæla rauðvíni í fólk og svo með því að draga alla í Actionary á ítölsku. Tilþrifin í því spili voru fremur lítil. Annars var þetta í heildina séð mjög ágætt, þótt signore Gunnar hafi vantað. Svo ég haldi áfram með þetta ítölskukennsluþema, þá var ég heldur betur undrandi síðastliðið laugardagskvöld þegar ég kom út af Cirkus með Elíasi. Ég sá mann sem ég kannaðist eitthvað svo við, áttaði mig samt ekki á því hvaðan. Þá grípur einhver í mig og segir "Ciao", engin önnur en ítölskukennarinn, sem svo skottaðist inn á Cirkus. Á einhver annar kennara sem hangir þar? Mér finnst hún sko fyndin, 37 ára. :) Síðasti tíminn minn fyrir páska var svo í dag, ítalska hjá henni og ég fékk koss með þökkum fyrir veturinn frá einum bekkjarfélaga, mínum uppáhaldsbekkjarfélaga. Getið hver? :)

30.3.04

Þessi færsla er ætluð kennurunum mínum: Í kvöld er ég að fara í veislu til ítölskukennararns míns. Kannski fleiri ættu að halda slíkt?

28.3.04

GWTW
Darling, it seems that you belong in Gone with the
Wind; the proper place for a romantic. You
belong in a tumultous world of changes and
opportunities, where your independence paves
the road for your survival. It is trying being
both a cynic and a dreamer, no?

Which Classic Novel do You Belong In?
brought to you by Quizilla
Helgin mín var heldur dapurleg. Ég sá mjög fáa fræga þrátt fyrir að hafa verið að vinna allan laugardaginn. Ég bað stjórann í búðinni að leyfa mér að vera bæði á föstudag og laugardag í næstu viku til að reyna að herða mig í keppninni. Held ég verði líka að fara á djammið, sé nefnilega núna að það er lítið streymi frægra hingað á Kleppsveginn á föstudag- og laugardagskvöldum!!
Ég ákvað nefnilega að halda mig heima þessa helgi og flytja milli herbergja. Þetta reyndist talsvert meira verk en ég hafði haldið og því enduðu bæði kvöldin með því að ég lak í rúmið uppgefin af þreytu. (innskot ritstjóra: ýkjur) Annars vaknaði með mér pæling á laugardagskvöldið þegar ég reyndi að setja saman afmælisgjöfina frá pabba og mömmu, skáp úr IKEA: Hversu mörg hjónabönd ætli hafi rofnað vegna samsetningarvandræða á IKEA-mublum? Ég er handviss um að þau séu þónokkur. Sem betur fer á ég engan mann og ég plataði Evu bara til að hjálpa mér örlítið og vera þess á milli andlegur skemmtari. Þetta reyndist engu að síður hálfmannskemmandi. Ein skrúfan var of þykk í agnarlitla gatið sem henni var ætlað og það gekk ekki að setja hurðirnar á skápinn. Á endanum bað ég pabba að hjálpa mér aðeins en ég var orðin svo pirruð að ég hálfurraði á hann og gafst upp á endanum. Samt gerði pabbi auðvitað ekkert af sér. Ég velti bara fyrir mér hvernig fari með nýgifta ástarhnoðra sem ákveða að kaupa sér ný húsgögn í litlu íbúðina sína og eyða helginni í að setja saman húsgögnin sem koma í þessum líka handhægu flötu umbúðum. Þetta fólk ábyggilega drepur hvort annað. Niðurstaða mín er sú að það ætti að standa á flötu pökkunum að heppilegast sé að skrifa: Vinsamlegast vinnið ekki að samsetningu í pörum! Ég er reyndar sátt stúlka í dag, enda í nýju flottu herbergi með fallegan skáp sem stendur samansettur upp við einn vegginn og með Hulk uppi á honum. Get ég annað en verið kát?

25.3.04

Ég er alvarlega farin að halda að ég sé gömul! Fyrir nokkrum vikum síðan fóru merkin að sjást. Jú, ég fór nefnilega að skoða piltana kringum mig. Ólíkt dömunum þá virtist sem svo að allur karlpeningur væri á góðri leið með að verða nauðasköllóttur. Nú þarf vitanlega ekki að taka fram að ég er að ýkja mjög en engu að síður þá þótti mér það áberandi hversu há kollvik menn á mínum aldri voru með, hvert sem ég leit byrjaði hárið lengst uppi á kolli. Ég hætti svo að hugsa um þetta en aftur á Saunaexpressen fór ég að vanda að skoða hitt kynið (Danina) og varð aftur vör við lítið hár. Enn reyndi ég að leiða hugann að öðru og gleyma þessu og afsakaði mig svo að þessir drengir væru ábyggilega ekki drengir heldur karlmenn nýskriðnir á fertugsaldurinn. Heldur hljóp ég á mig með þeirri ákvörðun, kom vitanlega í ljós að flestir voru þeir á mínum aldri, einn eitt táknið um elli mína. Afmælisdagurinn rann svo í garð, árin orðin 23 og Eva hóf að minna mig á hversu ógeðslega gömul ég væri orðin. Kornið sem fyllti mælinn var samt tungumálanámskeiðið í vikunni. Þar eru nokkrir ungir piltar og eins stelpur sem ég hugsaði með mér að væru á mínum aldri. Óneeeii, svo var nú ekki. Einn liðurinn í tungumálakennslunni var að segja til aldurs og kom þá ekki í ljós að piltarnir þarna voru sextán og sautján ára og margar stelpnanna á sama aldri. Ég held að ég hafi verið þriðja elst í 20 manna hópi. Ég var sex og sjö árum eldri en flestir þarna inni!!!!!!! Og á næsta ári á ég tíu ára fermingarafmæli. Hjálpi mér allir...

22.3.04

Jæja, ég vil benda fólki á síðuna eurovision.is (sjá link hér til hliðar). Þar má finna fróðleik og fréttir af „okkar" manni, Jónsa, sem fara mun til Istanbúl og syngja „Heaven". Núna er ég að hlusta á einhver laganna...á nú samt langt í land með að klára þar sem svo mörg lög taka þátt í ár. Sem stendur er ég með Slóveníu í eyrunum. Mig langar pínulítið að taka heyrnartólin úr...segi ekki meira. Mér finnst lagið hans Jónsa alveg þolanlegt og vel mögulegt að ég verði ástfangin af því. Tyrkneska lagið er gott og það danska fjörugt. Rétt áðan hlustaði ég á bút úr því franska sem virðist allt í lagi en því miður er ísraelska lagið bölvanlega lélegt. Svo virðist sem Tal Sondak ætli engan arftaka að eiga. :(