22.3.04
Jæja, ég vil benda fólki á síðuna eurovision.is (sjá link hér til hliðar). Þar má finna fróðleik og fréttir af „okkar" manni, Jónsa, sem fara mun til Istanbúl og syngja „Heaven". Núna er ég að hlusta á einhver laganna...á nú samt langt í land með að klára þar sem svo mörg lög taka þátt í ár. Sem stendur er ég með Slóveníu í eyrunum. Mig langar pínulítið að taka heyrnartólin úr...segi ekki meira. Mér finnst lagið hans Jónsa alveg þolanlegt og vel mögulegt að ég verði ástfangin af því. Tyrkneska lagið er gott og það danska fjörugt. Rétt áðan hlustaði ég á bút úr því franska sem virðist allt í lagi en því miður er ísraelska lagið bölvanlega lélegt. Svo virðist sem Tal Sondak ætli engan arftaka að eiga. :(