24.11.02

Ohhhhh, leidindi og eintóm leidindi. Yahoo.com virkar ekki og ég get ekki lesid oll skemmtilegu emailin sem thid hafid ORUGGLEGA sent mér um helgina. :o) Ég fór med Rosu til Segovia á fostudaginn og vid komum heim núna seinnipartinn. Mamma hennar er ofurindael, beid okkar med kvoldmat. Heima hjá Rosu er yfirleitt alltaf thríréttad. Eins gott ad ég dvaldi ekki lengur hjá henni, ég hefdi sprungid úr spiki. Í Segovia sá ég helstu túristastadina, vatnsleidsluna (acueducto), dómkirkjuna og kastala. Einnig skodudum vid nýja húsid hennar Sote, en helsta tómstundagaman Rosu og félaga virdist vera ad skoda nýju húsin sem thetta lid er ad kaupa sér. Húsid hennar Sote var ekki alveg jafnstórt og húsid hennar Lídíu (vinkonu hennar Rosu í Guadalajara) en samt ábyggilega tvofold íbúdin okkar á Kleppsveginum. Sote var samt ekki flutt inn frekar en Lídia, hvorug á húsgogn! Vid hittum líka born bródur hennar Rosu, Díonu 2ja ára og Jorge 6 ára. Thau eru yndisleg baedi tvo. Díana er ad byrja ad tala og laerdi ad segja nafnid mitt, annad nafnid sem hún laerir. Rosa fékk aftur á móti nafnid Rana, sem er einhver persóna úr "Sesamy Street". Vid fórum adeins út baedi kvoldin, medal annars á nordur-afrískt kaffihús thar sem fólk reykti berjavín med hálfgerdum hasspípum, algjorlega fyrir ofan minn skilning. Strákarnir í Segovia eru ekki jafnsaetir og piltarnir í Cáceres. Ae, ae, ég var alveg búin ad gleyma thví ad thett á ad vera matreidsludagbók. Jaeja, ég get sagt ykkur ad ég bordadi saltfisk í tómatsósu, afskaplega áhugavert. Annad sem ég áttadi mig á tengist matarvenjum Spánverja. Svo virdist sem their blandi nánast aldrei tveimur réttum á disk. Ef thú bidur um lambalaeri , faerdu bara kjot, ekkert graenmeti eda kartoflur. Eitthvad fyrir thig, Eva! Nenni ekki ad skrifa meira. Maeli med thessari sídu, thetta er saetur strákur: http://www.portalmix.com/triunfo/manuelcarrasco/biografia.shtml

21.11.02

Jaeja, thetta blogg er ekki lengur dagbók mín frá Madrid. Nei, ég aetla ad breyta thví. Ég vil verda nýja Nigella Lawson og geri rád fyrir thví ad Matreidslublogg Olmu sé fyrsta skrefid. Erud thid ekki alveg á thví? Í dag reyndi ég ad búa til spaenska tortillu, eggjakoku med kartoflum fyrir thá sem ekki thekkja inn á spaenska matargerdarlist. Thetta var mín fyrsta tilraun eftir ad hafa fylgst med Rosu búa til tortillur af mikilli list. Thad gekk vaegast sagt illa. Ég gat steikt kartoflurnar, thaer virtust ekki vera vandamálid og allt thar til ég thurfti ad snúa kokunni vid. ÉG MISSTI HANA!!! Helmingurinn af tortillunni datt sem sagt á eldavélina. Ekki gott mál thad! Thrátt fyrir thad, bragdadis thad sem mér tókst ad veida upp á ponnuna afskaplega vel og ég er bara nokkud stolt af fyrstu tortillunni minni. Bídid bara thangad til ad ég kem heim og býd ykkur í mat! Annars vildi ég deila med ykkur uppskrift, ekki ad tortillunni, sú uppskrift er leyndarmálid mitt, heldur ad túnfiskspasta. Thad sem thid thurfid er eftirfarandi: slatti af pasta (fyrir einn til tvo) dós af túnfiski í jurtaolíu egg (eitt stykki er ágaett) paprika (skorin í bita, gjarnan raud eda graen) salt pipar eitthvad gott krydd....perejil til daemis....veit ekki hvad thad er á íslensku Adferd: Pastad er sett í pott og naestum sodid, rétt ádur en thad er sodid er nefnilega rád ad baeta paprikunni út í. Paprika og pasta er látid malla orlitla stund í vidbót og vatnid svo síad frá. Thessu er svo skellt aftur í pottinn med túnfisknum, sem best er ad mauka adeins í ádur, og egginu (orlítid pískudu vitanlega) er svo hellt út í. Kryddinu er svo baett út í thegar thig lystir. Látid malla í orfáar mínútur og er svo tilbúid á diskinn......mmmmmmmmmm.....:) Finnst ykkur túnfiskur kannski vondur? Thad fannst mér reyndar thangad til í Madrid. Á morgun fer ég til Segovia med Rosu. Hún spurdi mig í dag hvers vegna ég vaeri ekki spenntari, á morgun vaeri ég ad fara til bestu borgar Spánar. Stór ord thad! Ást, Alma.

20.11.02

Húrra, húrra, húrra! Edda aetlar ad koma í heimsókn um jólin!!! Thad er stadfest! Vid pontudum saman far fyrir hana ádan. Hvenaer komid thid hin? Hrefna, vinnufélagi minn úr Álfalandi, kemur líka, thad var reyndar ákvedid fyrir longu. Gaman, gaman!

19.11.02

Thad er roooosalega mikil rigning í Madrid. Konan á nedri haedinni verdur ábyggilega fokill af thví ad ég er med saengurfotin mín hangandi hálfpartinn fyrir glugganum hjá henni og ekki eru thau ad fara ad thorna á naestunni. Ég fór í ferdalag um helgina med Rosu og skólafélogum. Vid fórum til Extremadura, sem er ein af fátaekustu sýslum (autonoma) Spánar, ekki svo langt frá landamaerunum vid Portúgal. Vid heimsóttum thrjá stadi, Cáceres, Mérida og Trujillo. Segir thad ykkur eitthvad? Mérida er gomul rómversk borg og thar sáum vid medal annars rómverkst leikhús og hringleikhús....hmm kann ekki alveg ad thýda thetta "anfiteatro". Leikhúsid var rosalega flott. Ég myndi sýna ykkur mynd en ég GLEYMDI MYNDAVÉLINNI HEIMA!!!!!!!! Arrrgh! Vid gistum í Cáceres, sem er saemilega áhugaverdur baer listalega séd og thar er skemmtilegur arkitektúr. Thad áhugaverdasta thar var samt hversu myndarlegir piltar voru thar. Rosa, Anja og ég fórum út ad fá okkur ad borda um kvoldid og fórum svo á bara ad dansa pínulítid og ég get svarid thad, nánast allir karlmennirnir á barnum voru myndarlegir. Í Cáceres myndast sérkennileg stemmning eftir midnaetti. Ungmenni baejarins safnast thá saman á adaltorginu og drekka. Thegar vid komum út af barnum var torgid fullt, í tvofaldri merkingu ordsins. Ég held ég sé ad fá hálsbólgu, ábyggilega eftir ad sofa í ískalda hótelherberginu í ferdalaginu.....bless bless!

12.11.02

Úff, ég fae heimskutilfinningu af ad lesa blogg annarra, sérstaklega Siggu systur. Vildi bara segja ykkur ad Miguel var pínulítid óthekkur í dag. Ást, Alma.

10.11.02

Gódan og blessadan daginn! Jaeja, langri og strangri viku lokid. Einhverra hluta vegna fannst mér ég hafa óhemjumikid ad gera. Eftir á ad hyggja var thetta fremur róleg vika. Mér líst bara ágaetlega á enskukennslustarfid mitt. Strákurinn er kátur og pínulítill grallaraspói. Gaman ad honum! Pabbinn er líka elskulegur en mommuna hef ég ekki hitt aftur. Ég er ekki viss um ad henni hafi litist á mig í upphafi. :oI Ég fór í spaenskt bíó í fyrsta sinn á fostudaginn med Jose, intercambiovini mínum. Vid sáum mynd sem heitir "Bienvenidos a Cullinwille" eda eitthvad álíka. "Welcome to Cullinwille" á ensku, held ég. Ég maeli ekki med henni. Hafid thid séd hana? Fannst ykkur hún ekki frekar dauf og stutt? Eftir bíóid fórum vid svo á einhvern bar í pínustund. Thad var ágaett, baetti upp ad vid Rosa gátum ekki farid út í gaerkvoldi eins og vid hofdum fyrirhugad í langan tíma. Hún thurfti ad vinna. Loksins loksins fór ég í mjog áhugaverdan tíma í skólanum; "Teatro". Thad er hluti af menningartímunum sem vid forum í (vid klárudum "stjórnmál og samfélag", hjúkket!) og verdur naesta einn og hálfan mánudinn. Kannski munum vid aefa einhver leikhúsatridi. Kennaranum fannst thad mun áhugaverdara en ad vid myndum glósa spaenska leikhússogu. Ég er honum hjartanlega sammála. Vonandi hinir í bekknum líka. Jaeja, thetta er nú hálflélegt hjá mér í thetta skiptid, allt í brotum. Látid í ykkur heyra! pelm.

6.11.02

.www.weirdspain.blogspot.com Tharna á ad vera eitthvad......thjáist reyndar af hugmyndaleysi. Fyrirgefid!
Halló, halló! Ég hef ekkert komist almennilega á Inernetid í vikunni svo ad thetta fer ad kallast vikubók en ekki dagbók. Ekki gott mál! Aetli einhver lesi thetta núordid? Thad hefur verid dálítid mikid ad gera hjá mér thessa vikuna eftir annars frekar rólega helgi. Reyndar fórum vid Rosa í Retiro á sunnudaginn, samkvaemt ferdabókum er daemigert hjá Spánverjum ad rolta thar um á sunnudogum. Thad var enda heilmikid af fólki og mikid um ad vera, tónlist og gotulistafólk á hverju strái. Á mánudaginn byrjadi ég í nýju vinnunni minni! Já, ég er búin ad finna vinnu. Aldeilis fréttir! Ég var farin ad efast um ad ég fengi nokkra vinnu (var búin ad saekja um á einhverjum stodum og fékk ýmist ekkert svar eda mjog neikvaett) en loksins fann ég thetta. Reyndar er thetta frekar lítil vinna; fjórir klukkutímar á viku vid ad kenna níu ára strák ensku. Í dag fór ég í thridja sinn og píndi piltinn dálítid, mér líst bara vel á thetta! Thad er líka thaegilegt ad hann býr hér vid hlidina á mér. Vid sjáum samt hvernig thetta gengur. Foreldrarnir uppgotva vonandi ekki enskukunnáttuleysi mitt...heheh Á ég annars ad segja ykkur frétt vikunnar? Operación Triunfo gengid (ég veit ekki hvort thetta á ad vera í einu, tveimur eda thremur ordum..Hlíf??? :) lenti í slysi og thad var ekki haegt ad hafa "gala" á mánudagskvoldid. En sú sorg! Ég var búin ad hlakka til! :o( Til allrar hamingju verdur thátturinn í kvold...húrrah! Mamma hans Jordi er hér og aetlar ad gista. Jordi er ad fara í augnadgerd á morgun og hún fer med honum. Eftir thessa adgerd tharf hann, held ég, ekki ad nota gleraugu. ¡Qué bien! Bless, Alma. p.s. Ég aetla ad búa til nýtt blogg....ég sýni ykkur urlid sídar.