27.10.03
26.10.03
Fúff, dagurinn í dag er ekki góð byrjun á viku sem á eftir að vera slæm. Það eru meira að segja öldur á tjörninni. Þetta hefur verið skítsæmileg helgi engu að síður. Ég þurfti reyndar að vinna í vínbúðinni dásamlegu í Kringlunni, ákaflega leiðinlegt en þarft verk. Föstudagurinn var dásamlegur í einu orði sagt. Það er ekki öðruvísi hægt að lýsa degi sem maður nýtir í að fara í fjölskylduboð með föðurættinni. Hún er svo sem ágæt en ég á bara lítið sameiginlegt með henni og þekki eiginlega engan. Ég man ekki einu sinni nöfnin á yngstu börnunum í fjölskyldunni.
Annars átti ég ágætislaugardagskvöld. Við Palli og Jónas elduðum heima hjá Jónasi (þetta þýðir reyndar að ég bjó til "leim" eftirrétt og strákarnir sáu um allt annað) og svo komu einhverjir austanmenn í heimsókn. Aldeilisgaman hreint út sagt en langdvölin í miðbæ Reykjavíkurborgar olli talsverðri svefnþörf á sunnudagsmorgun. Ég held að ég verði bara að taka góðu boði Freyju, sem hyggst bjóða mér með sér á Reykjalund í janúar. TAKK FREYJA!
23.10.03
Lífið er orðið eitthvað svo leiðinlegt að undanförnu en dagurinn í gær slapp reyndar. Morgninum eyddi ég reyndar í lærdóm þar sem ég þurfti víst að fara í ítölskupróf í hádeginu. Það var fremur létt, sem betur fer! Sjáum samt hvernig gengur! Eftir internettripp ákvað ég að kíkja á Þjóðarbókhlöðuna en hætti skyndilega við þegar ég mætti Jónasi elskulegum í innganginum og bauð mér með honum að gera eitthvað annað en að læra. Við héngum á kaffihúsi og skoðuðum idolblöð og Séð og heyrt. Í sorpriti því var verið að ræða um myndlistarsýningu Sævars nokkurs Cicelski og ákváðum við því að kíkja á hana. Hreint út sagt hin ágætasta sýning. Ég eyddi svo kvöldinu með Sverri, við fórum í keilu, og svo fór ég í heimsókn til stórusystur hans og kisulóranna. Allt mjög gaman en leiðinlegra í kennslustundinni í morgun þar sem ég hafði ekki lesið vel. Ég er hræðilega mikið eftir á með allt núna. :(
22.10.03
Jæja, ég ætti kannski að skrifa um hvað ég gerði á mánudagskvöldið en þess er ekki þörf, dyggir blogglesendur eru löngu búnir að lesa um það á bloggi Páls og Jónasar (sjá linka hér til hliðar). Annars veit ég ekki hvað er í gangi hjá mér. Ég er að deyja úr einhverju eirðarleysi. Mér hreinlega leiðist, það vantar fútt í tilveruna. Samt sem áður hef ég nú alveg nóg að gera, próf, ritgerðir og fyrirlestrar bíða í hrönnum og fullt af verkefnum sem ég þarf að vinna upp. Reyndar var ég í ítölskuprófi áðan og það gekk bara nokkuð vel. Ástæðan er samt ekki sú að ég hafi verið svona vel lærð, nei þetta var bara skítlétt próf og afar stutt. Hefði hentað fullkomlega til ráðabruggsins míns en nei, sumum hlutum er ekki ætlað að verða. Æi, nú er ég bara farin að tala inn í mig...best ég hætti. Vil samt skamma ykkur fyrir að NOTA EKKI NÝJA FÍNA ATHUGASEMDAKERFIÐ!!!!!!!
20.10.03
17.10.03
Fúff, ég held að quizilla.com hafi aldrei verið jafnnálægt sannleikanum.....................................................................
My inner child is ten years old!
The adult world is pretty irrelevant to me. Whether
I'm off on my bicycle (or pony) exploring, lost
in a good book, or giggling with my best
friend, I live in a world apart, one full of
adventure and wonder and other stuff adults
don't understand.
How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla
15.10.03
13.10.03
You are Lust. Every part of you screams "Do me now!"
You exude sexuality and while others sometimes
view you as a slut, you see yourself as only
giving into your base desires.
What Emotion Are You?
brought to you by Quizilla
Þegar ég var lítil stundaði ég persónunjósnir án þess að einu sinni hika við það og aldrei fékk ég samviskubit. Ég (að sjálfsögðu í samvinnu við aðra en ég ætla bara að eyðileggja eigið mannorð að þessu sinni) fletti öllum poppstjörnunum sem ég dáðist að upp í þjóðskránni (og það var sko fyrir daga Netsins, maður hafði sambönd!) og auðvitað símaskránni, lærði afmælisdagana þeirra utan að og vissi allt um þeirra fjölskylduhagi. Auðvitað fórum við líka nokkra túra að skoða húsin sem þessar stjörnur bjuggu í og fengum talsvert adrenalínkikk út úr því. Eftir að ég komst til örlítið meira vits og talsvert fleiri ára hætti ég þessu, sem betur fer en núna er ég eiginlega byrjuð aftur á persónunjósnum bara á annan hátt. Já, bloggsíður og heimasíður eru nýr vettvangur fyrir fyrrum ungnjósnara. Valla vinkona hefur einmitt nefnt þetta sama, maður byrjar að skoða síðu hjá einhverjum sem maður þekkir og veltist svo inn á blogg hjá fólki sem maður ýmist þekkir alls ekki eða kannast bara pínulítið við og viti menn, tuttugu mínútum seinna er ég orðin fróð um fjölskyldulíf Jóns og Gunnu, síðasta fyllerí og búin að skoða myndir úr Parísartúrnum. Er þetta ekki pínulítið sick?
10.10.03
Vááá, ég held að það sé einhver komin með svona háráætlun um mig eins þá sem við gerðum á Álandseyjum (að rífa illa gerðar fléttur úr finnskri stúlku, klippa hárríka konu og greiða flóknum Dana)....það eru svona áttahundruð manns búnir að ganga fram hjá mér hér í tölvuverinu og færa taglið mitt úr stað!