26.10.03
Fúff, dagurinn í dag er ekki góð byrjun á viku sem á eftir að vera slæm. Það eru meira að segja öldur á tjörninni. Þetta hefur verið skítsæmileg helgi engu að síður. Ég þurfti reyndar að vinna í vínbúðinni dásamlegu í Kringlunni, ákaflega leiðinlegt en þarft verk. Föstudagurinn var dásamlegur í einu orði sagt. Það er ekki öðruvísi hægt að lýsa degi sem maður nýtir í að fara í fjölskylduboð með föðurættinni. Hún er svo sem ágæt en ég á bara lítið sameiginlegt með henni og þekki eiginlega engan. Ég man ekki einu sinni nöfnin á yngstu börnunum í fjölskyldunni.
Annars átti ég ágætislaugardagskvöld. Við Palli og Jónas elduðum heima hjá Jónasi (þetta þýðir reyndar að ég bjó til "leim" eftirrétt og strákarnir sáu um allt annað) og svo komu einhverjir austanmenn í heimsókn. Aldeilisgaman hreint út sagt en langdvölin í miðbæ Reykjavíkurborgar olli talsverðri svefnþörf á sunnudagsmorgun. Ég held að ég verði bara að taka góðu boði Freyju, sem hyggst bjóða mér með sér á Reykjalund í janúar. TAKK FREYJA!