23.10.03

Lífið er orðið eitthvað svo leiðinlegt að undanförnu en dagurinn í gær slapp reyndar. Morgninum eyddi ég reyndar í lærdóm þar sem ég þurfti víst að fara í ítölskupróf í hádeginu. Það var fremur létt, sem betur fer! Sjáum samt hvernig gengur! Eftir internettripp ákvað ég að kíkja á Þjóðarbókhlöðuna en hætti skyndilega við þegar ég mætti Jónasi elskulegum í innganginum og bauð mér með honum að gera eitthvað annað en að læra. Við héngum á kaffihúsi og skoðuðum idolblöð og Séð og heyrt. Í sorpriti því var verið að ræða um myndlistarsýningu Sævars nokkurs Cicelski og ákváðum við því að kíkja á hana. Hreint út sagt hin ágætasta sýning. Ég eyddi svo kvöldinu með Sverri, við fórum í keilu, og svo fór ég í heimsókn til stórusystur hans og kisulóranna. Allt mjög gaman en leiðinlegra í kennslustundinni í morgun þar sem ég hafði ekki lesið vel. Ég er hræðilega mikið eftir á með allt núna. :(