22.10.03
Jæja, ég ætti kannski að skrifa um hvað ég gerði á mánudagskvöldið en þess er ekki þörf, dyggir blogglesendur eru löngu búnir að lesa um það á bloggi Páls og Jónasar (sjá linka hér til hliðar). Annars veit ég ekki hvað er í gangi hjá mér. Ég er að deyja úr einhverju eirðarleysi. Mér hreinlega leiðist, það vantar fútt í tilveruna. Samt sem áður hef ég nú alveg nóg að gera, próf, ritgerðir og fyrirlestrar bíða í hrönnum og fullt af verkefnum sem ég þarf að vinna upp. Reyndar var ég í ítölskuprófi áðan og það gekk bara nokkuð vel. Ástæðan er samt ekki sú að ég hafi verið svona vel lærð, nei þetta var bara skítlétt próf og afar stutt. Hefði hentað fullkomlega til ráðabruggsins míns en nei, sumum hlutum er ekki ætlað að verða. Æi, nú er ég bara farin að tala inn í mig...best ég hætti. Vil samt skamma ykkur fyrir að NOTA EKKI NÝJA FÍNA ATHUGASEMDAKERFIÐ!!!!!!!