18.3.04
Það er ung fáklædd stúlka í ranghverfum nærbuxum sem liggur í rúmi við hliðina á mér og biður mig um að koma í rúmið. Já, Sigga hefur verið alveg hræðilega óþekk í dag. Ég fór með hana í Kringluna þar sem hún gegndi engu og í sundi suðaði hún endalaust um að fara í heitaheita pottinn. Hún sullaði svo poppi um allan sófa með viðeigandi fitublettahættu. Allt í lagi með það, þetta var nú fyrirgefanlegt. Það sem hún gerði núna áðan aftur á móti ekki. Hún stal nefnilega rúmplássinu sem ég hafði fundið mér fyrir nóttina. Pápi og mamma er nefnilega í Danaveldi á leið á Kim Larsen tónleika og ég hafði hugsað mér gott til glóðarinnar, ætlaði að sofa í mömmuholu. En nei, Sigga liggur þar og segir að ég geti bara komið og legið pabbamegin. Hvert stefnir unga fólkið í dag? Er Sigga dæmi um það hvers vænta megi af nýjum kynslóðum?