11.3.04

Úff, í dag er sorgardagur! Hræðilegar þessar sprengingar í Madrid. Ég vaknaði við skilaboð frá Jordi þar sem hann sagði mér að 62 hefði látið lífið í sprengingum. Eftir því sem leið á morguninn hækkaði talan sífellt, fyrst í 112 og svo var ég að lesa núna að 135 væru látnir og á fjórða hundrað manns slasaðir. Lýsingarnar í netdagblöðunum eru skelfilegar...þetta er alveg hræðilega sorglegt. Mér er bara spurn, hvers vegna gera menn svona? Ætli þeim líði vel að hugsa til þess að 135 manns sem voru á leið í vinnuna eða skólann, alsaklaust fólk sé dáið? Færist bros á varir þeirra eftir því sem talan hækkar? Ég get bara ekki trúað því. Arrrrgghh!