21.9.04

Gleði helgarinnar

Já, þetta var góð helgi þó svo að ég hefði kannski mátt koma meiru í verk. Á föstudagskvöldið var ég reyndar bara heima, skrapp til ömmu og fékk svo Elsu frænku í heimsókn að glápa á videó. Á laugardaginn þurfti ég að vakna fyrir allar aldir enda mikilvægt verkefni framundan. Við Jónas (og reyndar Sigrún Þöll líka) höfðum nefnilega ákveðið að gera tilraun með að ná í miða á Damien Rice tónleika, sem haldnir verða næstkomandi fimmtudag. Til að gera ekki svo langa sögu enn styttri þá náðum við miðum og ég er mjög spennt! :) Eftir raðarbið fór ég að vinna og um kvöldið var svo stórteiti hjá Jónasi hinum títtnefnda. Veislan sú var hin besta og útferðin á eftir ekki síðri. Við Sigrún Þöll og Jónas entumst lengst, ef til vill til þess að fagna miðunum fyrrnefndu. Á vegi okkar varð margt manna; sæti skiptineminn (þeir eru reyndar ábyggilega fleiri en einn...) var á Dillon og stelpa sem var í sama grunnskóla og ég spurði hvort ég héti ekki örugglega Rósalind eða eitthvað álíka. Á Hlölla varð Jónasi mjög til vina með stúlku um þrítugt sem var mikill mjólkuraðdáandi og helst vildi hún súkkulaðibragð af mjólkinni...hehehe (les: snobbhlátur). Sunnudagurinn var ekki slæmur heldur en þreytan reyndar talsvert. Finnur tók á móti mér í vöfflur og svo eldaði ég lax og bauð ömmu og Elíasi í mat. Eftir mat fórum við Elsa svo í bíó á frímiðum á myndina „The Girl next Door”, sem er afar skemmtileg, mér til mikillar undrunar. Jæja, þá vitið þið það þó svo að þið hafið eflaust engan áhuga. :)