26.9.04

Kóngsins Kaupmannahöfn

Satt best að segja hef ég ekki kynnst þessari borg nokkurn tímann að ráði og þetta stutta stopp mitt á ekkert eftir að kynna mig betur en ég átta mig betur og betur á því þegar ég stoppa hér í mýflugumynd að mig langar að koma hingað og vera í svona viku. Þetta er svo falleg borg og skemmtilegt mannlíf. Óli og Sunna tóku á móti mér eftir erfiða flugferð (sökum örlítillar ókyrrðar og sparkóðrar lítillar stúlku sem sat fyrir aftan mig, og já hún og bróðir hennar voru afar hávær í þokkabót) og við fórum út að borða á ítölskum stað nálægt stúdentagörðunum sem þau búa á. Staðurinn var allt í lagi en þjónarnir reyndar bara felu-Ítalir, a.m.k. hluti af þeim sem talaði spænsku en ekki ítölsku. Eftir matinn hjóluðum við svo niður í bæ og kíktum á kaffihús og bar sem var nokkuð kósí. Nú ætla ég að hátta mig og biðja til Guðs að ég verði ekki rukkuð fyrir yfirvigt á morgun, man nefnilega ekki hvort taka má fimmtán eða tuttugu kíló hjá Maersk Air.
p.s. Gleymdi að segja að ekki varð úr ósk minni með myndarlega flugmanninn. Meðleigjandinn verður Dolores, Bandói sem starfar sem enskukennari. Spennandi...