7.9.04

Leiðindi eða notalegheit

Annar dagurinn í röð sem ég blogga og ástæðan er auðvitað bara ein, ég er aðgerðarlaus. Þessi vika hjá mér virðist ætla að verða full af pásum og engu að gera. Ég er í skólanum frá klukkan átta til tíu á morgnana og eftir það tekur við hin erfiða ákvarðanataka um hvernig ég eigi að eyða því sem eftir lifir af deginum. Í gær ákvað ég að leggja mig og lesa Moggann, mála glugga og elda kvöldmatinn en í dag er ég enn óákveðin. Til greina kemur að fara heim og leggja sig í smástund, mála annan glugga, reyna að koma saumavélinni í gang, að taka til í herberginu, fara upp á Tryggingarstofnun (bíður dómsdags), láta taka passamyndir af mér (ekki nógu falleg í dag), elda kvöldmat fyrir okkur Siggu, fara með sömu í verslunartúr...eða bara dóla og gera ekki neitt. Held ég velji þetta síðasta....